Segir stjórnarsáttmálann óraunhæfan Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. maí 2013 13:33 Guðmundur Steingrímsson óskar nýju ríkisstjórninni velfarnaðar, en finnst stjórnarsáttmálinn óraunhæfur. Mynd/ Sigurjón Ólason. „Ég vil óska væntanlegri ríkisstjórn velfarnaðar í krefjandi störfum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að Björt framtíð muni reyna að verða að góðu liði til að framfylgja þeim þáttum í stjórnarsáttmálanum sem skipti máli. Hann sé til dæmis ánægður með áherslu á nýsköpun, skapandi greinar og uppbyggingu í atvinnulífi. Hann sé líka ánægður með áherslu á fjölbreytni í skólakerfi og fyrirhugaða vinnu gegn brottfalli. „Við munum að sjálfsögðu reyna að koma að gagni í öllum þessum verkefnum og stunda uppbyggilega gagnrýni og skýra,“ segir hann. Guðmundur segir þó ljóst að stjórnarsáttmálinn sé ekki raunhæfur. „Það er margt sem er óljóst í þessu og við setjum stór spurningamerki við,“ segir hann. Hann bendir á sem dæmi að ríkisstjórnin ætli sér að ná efnahagslegum stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil og án hafta. „Þetta verður óhemju krefjandi verkefni og maður á nú eftir að sjá þetta gerast. „Síðan mun reyna mjög á fyrstu fjárlögin miðað við skattalækkunaráformin,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Það sé ekkert sem gefi til kynna að það eigi að skera niður. „Út frá þessari skattastefnu mun reyna mjög á fjárlagavinnuna. Fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar verða vægast sagt mjög áhugaverð,“ segir Guðmundur. „Þessi ríkisstjórn skilgreinir heimilin mjög þröngt, en hún skilgreinir þau aðallega út frá lántakendum,“ segir Guðmundur. Björt framtíð hafi bent á að mörg heimili hafi aðra hagsmuni en lántakendur. „Það eru heimili sem skulda tiltölulega lítið eða heimili sem eru á leigumarkaði. Þannig að mér finnst mjög stórum réttlætis- og sanngirnisspurningum ósvarað varðandi það hvernig ríkisstjórnin ætlar að hjálpa heimilinum,“ segir Guðmundur. Loks segist Guðmundur telja að það sé mjög gagnrýnisvert að setja umhverfisráðuneytið undir sama hatt og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Umhverfismál séu vaxandi málaflokkar og mjög mikilvægur. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
„Ég vil óska væntanlegri ríkisstjórn velfarnaðar í krefjandi störfum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að Björt framtíð muni reyna að verða að góðu liði til að framfylgja þeim þáttum í stjórnarsáttmálanum sem skipti máli. Hann sé til dæmis ánægður með áherslu á nýsköpun, skapandi greinar og uppbyggingu í atvinnulífi. Hann sé líka ánægður með áherslu á fjölbreytni í skólakerfi og fyrirhugaða vinnu gegn brottfalli. „Við munum að sjálfsögðu reyna að koma að gagni í öllum þessum verkefnum og stunda uppbyggilega gagnrýni og skýra,“ segir hann. Guðmundur segir þó ljóst að stjórnarsáttmálinn sé ekki raunhæfur. „Það er margt sem er óljóst í þessu og við setjum stór spurningamerki við,“ segir hann. Hann bendir á sem dæmi að ríkisstjórnin ætli sér að ná efnahagslegum stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil og án hafta. „Þetta verður óhemju krefjandi verkefni og maður á nú eftir að sjá þetta gerast. „Síðan mun reyna mjög á fyrstu fjárlögin miðað við skattalækkunaráformin,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Það sé ekkert sem gefi til kynna að það eigi að skera niður. „Út frá þessari skattastefnu mun reyna mjög á fjárlagavinnuna. Fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar verða vægast sagt mjög áhugaverð,“ segir Guðmundur. „Þessi ríkisstjórn skilgreinir heimilin mjög þröngt, en hún skilgreinir þau aðallega út frá lántakendum,“ segir Guðmundur. Björt framtíð hafi bent á að mörg heimili hafi aðra hagsmuni en lántakendur. „Það eru heimili sem skulda tiltölulega lítið eða heimili sem eru á leigumarkaði. Þannig að mér finnst mjög stórum réttlætis- og sanngirnisspurningum ósvarað varðandi það hvernig ríkisstjórnin ætlar að hjálpa heimilinum,“ segir Guðmundur. Loks segist Guðmundur telja að það sé mjög gagnrýnisvert að setja umhverfisráðuneytið undir sama hatt og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Umhverfismál séu vaxandi málaflokkar og mjög mikilvægur.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira