Ætla að fjölga leiguíbúðum mikið á næstunni Þórhildur Þorkeldóttir skrifar 2. október 2013 18:19 Íbúðabyggingar eru að taka við sér eftir algjört frost. Þetta segir Dagur B Eggertsson, formaður Borgarráðs. Mörg stór verkefni koma til framkvæmda á næstunni þar sem áhersla verður lögð á uppbyggingu leiguíbúða og hótela. Framkvæmdir hefjast á yfir 60 uppbyggingarreitum og þróunarsvæðum í Reykjavík á næstu mánuðum og árum. Heildarmynd af framtíðaruppbyggingu í Reykjavík var kynnt á kynningarfundi í Ráðhúsinu í dag með teikningum, myndböndum og þrívíddartækni, og var sjón sögu ríkari. Húsnæðisvandinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og segir Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs, að það sé forgangsatriði að fjölga leiguíbúðum talsvert á næstu árum. „Íbúðabyggingar eru að taka við sér eftir algjört forst. Það eru töluvert mörg stór byggingaverkefni þar sem áhersla er lögð á leiguíbúðir að fara af stað og það erum við mjög ánægð með. Við viljum raunar fjölga leiguíbúðum mjög mikið í Reykjavík á næstu árum,“ segir hann. Dagur talaði einnig um fyrirhugaða uppbyggingu á Brynjureitnum, en þar hefur félagið Þingvangur í hyggju að bygga Félagsheimili Reykjavíkurborgar. Húsnæðið yrði hugsað sem samkomustaður með veitingahúsi, skrifstofum og 800 manna tónleikasal. Þar að auki vill Þingvangur byggja litlar íbúðir, 30-40 fermetra að stærð fyrir ofan. Mikil eftirspurn er eftir slíkum íbúðum í miðbænum en þær hafa hingað til verið af skornum skammti eða eingöngu ætaðar námsmönnum. „Þetta er einn af þessum spennandi miðborgarreitum. Þarna verða þróaðar smáíbúðir og það sem okkur finnst sérstaklega áhugavert er að við erum að gera ráð fyrir nýjum tónleikastað fyrir allt að 800 gesti sem yrði á jarðhæð á þessum reit. Það er auðvitað eitthvað sem hefur verið kallað mjög mikið eftir.“Er verið að svara kalli fólks sem er óánægt með brotthvarf Nasa og Faktorý? „Já, það má algjörlega segja það. Faktorý er þarna á næsta reit við en er auðvitað töluvert minni staður. Hugmyndirnar ganga út á að þetta verði sveigjanlegur tónleikastaður þannig hann geti ýmist verið fyrir 150 - 200 manns og svo fyrir 600 - 800 manns,“ segir Dagur. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Íbúðabyggingar eru að taka við sér eftir algjört frost. Þetta segir Dagur B Eggertsson, formaður Borgarráðs. Mörg stór verkefni koma til framkvæmda á næstunni þar sem áhersla verður lögð á uppbyggingu leiguíbúða og hótela. Framkvæmdir hefjast á yfir 60 uppbyggingarreitum og þróunarsvæðum í Reykjavík á næstu mánuðum og árum. Heildarmynd af framtíðaruppbyggingu í Reykjavík var kynnt á kynningarfundi í Ráðhúsinu í dag með teikningum, myndböndum og þrívíddartækni, og var sjón sögu ríkari. Húsnæðisvandinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og segir Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs, að það sé forgangsatriði að fjölga leiguíbúðum talsvert á næstu árum. „Íbúðabyggingar eru að taka við sér eftir algjört forst. Það eru töluvert mörg stór byggingaverkefni þar sem áhersla er lögð á leiguíbúðir að fara af stað og það erum við mjög ánægð með. Við viljum raunar fjölga leiguíbúðum mjög mikið í Reykjavík á næstu árum,“ segir hann. Dagur talaði einnig um fyrirhugaða uppbyggingu á Brynjureitnum, en þar hefur félagið Þingvangur í hyggju að bygga Félagsheimili Reykjavíkurborgar. Húsnæðið yrði hugsað sem samkomustaður með veitingahúsi, skrifstofum og 800 manna tónleikasal. Þar að auki vill Þingvangur byggja litlar íbúðir, 30-40 fermetra að stærð fyrir ofan. Mikil eftirspurn er eftir slíkum íbúðum í miðbænum en þær hafa hingað til verið af skornum skammti eða eingöngu ætaðar námsmönnum. „Þetta er einn af þessum spennandi miðborgarreitum. Þarna verða þróaðar smáíbúðir og það sem okkur finnst sérstaklega áhugavert er að við erum að gera ráð fyrir nýjum tónleikastað fyrir allt að 800 gesti sem yrði á jarðhæð á þessum reit. Það er auðvitað eitthvað sem hefur verið kallað mjög mikið eftir.“Er verið að svara kalli fólks sem er óánægt með brotthvarf Nasa og Faktorý? „Já, það má algjörlega segja það. Faktorý er þarna á næsta reit við en er auðvitað töluvert minni staður. Hugmyndirnar ganga út á að þetta verði sveigjanlegur tónleikastaður þannig hann geti ýmist verið fyrir 150 - 200 manns og svo fyrir 600 - 800 manns,“ segir Dagur.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira