Fótbolti

Ari Freyr gerði tvö fyrir Sundsvall

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. MYND/HEIMASÍÐA GIF SUNDSVALL
Ari Freyr Skúlason fór heldur betur á kostum í sænsku B-deildinni í dag en hann gerði bæði mörk Sundsvall í 2-1 sigri á Brage en leikurinn fór fram á heimavelli Brage.

Ari Freyr gerði fyrsta mark leiksins eftir aðeins sex mínútur og hafði hann gert tvö mörk þegar aðeins hálftími var liðin af leiknum.

Heimamenn náðu að minnka muninn þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum en niðurstaðan 2-1 sigur Sundsvall.

Örebro er í efsta sæti með 30 stig en Falkenberg er í því öðru með 26 stig. Sundasvall kemur síðan í þriðja sæti einnig með 26 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×