Enski boltinn

Knattspyrnustjarna fallin frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Christian Benitez.
Christian Benitez. Nordicphotos/Getty
Christian Benitez, ein skærasta knattspyrnustjarna Ekvador og fyrrum leikmaður Birmingham í ensku úrvalsdeildinni, er dáinn.

Benitez, sem á dögunum gekk til liðs við El Jaish í Katar frá Club America í Mexíkó fyrir 10 milljónir punda, lét lífið í bílslysi að því er El Jaish greinir frá.

Benitez, sem var kallaður „Chucho", lék 30 leiki með Birmingham leiktíðina 2009-2010. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ekvador og skoraði í þeim 24 mörk. Hann var 27 ára gamall.

Uppfært klukkan 14:30: Erlendir fjölmiðlar eru ekki fullkomlega samstíga hvað varðar dánarorsök Benitez. Sumir segja andlát Benitez eiga rætur að rekja til botnlangakasts og hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús af þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×