Óttast skattahækkanir á lágtekjufólk Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 23. september 2013 07:00 Forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar óttast að fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar bitni á þeim sem hafa lágar tekjur. Fréttablaðið/Stefán „Við óttumst að skattar verði hækkaðir á fólk með lágar og miðlungstekjur. Forystumenn í ríkisstjórn hafa boðað að það eigi að fara í skattkerfisbreytingar, það eigi að fækka skattþrepum úr þremur niður í eitt. Við teljum að það leiði til þess að skattar verði hækkaðir á okkar fólk. Þannig var það og þannig verður það aftur,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar.Sigurður BessasonÍ sama streng tekur Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. „Ríkisstjórnin ákvað að afnema auðlegðarskatt, hætta við aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna og lækkaði veiðigjöld á útgerðina.Einhvers staðar verða stjórnvöld að afla tekna og við erum hræddir um að þau leggi auknar álögur á lágtekju- og millitekjufólk til að reyna að reyna að stoppa upp í gatið,“ segir Aðalsteinn. Kjarasamningar eru lausir 30. nóvember og menn reikna með að aðilar vinnumarkaðarins setjist að samningaborðinu fljótlega eftir að búið verður að leggja fjárlagafrumvarpið fram. Þeir sem rætt hefur verið við innan verkalýðshreyfingarinnar segja allir að samið verði til skamms tíma, sex til tíu mánaða.Aðalsteinn Baldursson „Það er ekki hægt að semja í því tómarúmi sem nú er,“ segir Sigurður. Hann segir að ríkisstjórnin eigi eftir að móta efnahagsstefnu til lengri tíma og menn hafi ekki hugmynd um hvað stjórnvöld ætlist fyrir. Á meðan sé tómt mál að tala um að gera samninga til lengri tíma. Stéttarfélög í opinbera geiranum eru sammála því að ekki verði hægt að semja til langs tíma vegna óvissu í efnahagsmálum. Þar óttast menn líka uppsagnir hjá ríki og sveitarfélögum vegna fyrirhugaðrar hagræðingar. Það verði því að leggja áherslu á að verja störf hjá hinu opinbera í komandi kjaraviðræðum. „Menn eru ekki að fara semja til þriggja ára við slíkar aðstæður,“ segir Árni Stefán Árnason, formaður SFR. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
„Við óttumst að skattar verði hækkaðir á fólk með lágar og miðlungstekjur. Forystumenn í ríkisstjórn hafa boðað að það eigi að fara í skattkerfisbreytingar, það eigi að fækka skattþrepum úr þremur niður í eitt. Við teljum að það leiði til þess að skattar verði hækkaðir á okkar fólk. Þannig var það og þannig verður það aftur,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar.Sigurður BessasonÍ sama streng tekur Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. „Ríkisstjórnin ákvað að afnema auðlegðarskatt, hætta við aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna og lækkaði veiðigjöld á útgerðina.Einhvers staðar verða stjórnvöld að afla tekna og við erum hræddir um að þau leggi auknar álögur á lágtekju- og millitekjufólk til að reyna að reyna að stoppa upp í gatið,“ segir Aðalsteinn. Kjarasamningar eru lausir 30. nóvember og menn reikna með að aðilar vinnumarkaðarins setjist að samningaborðinu fljótlega eftir að búið verður að leggja fjárlagafrumvarpið fram. Þeir sem rætt hefur verið við innan verkalýðshreyfingarinnar segja allir að samið verði til skamms tíma, sex til tíu mánaða.Aðalsteinn Baldursson „Það er ekki hægt að semja í því tómarúmi sem nú er,“ segir Sigurður. Hann segir að ríkisstjórnin eigi eftir að móta efnahagsstefnu til lengri tíma og menn hafi ekki hugmynd um hvað stjórnvöld ætlist fyrir. Á meðan sé tómt mál að tala um að gera samninga til lengri tíma. Stéttarfélög í opinbera geiranum eru sammála því að ekki verði hægt að semja til langs tíma vegna óvissu í efnahagsmálum. Þar óttast menn líka uppsagnir hjá ríki og sveitarfélögum vegna fyrirhugaðrar hagræðingar. Það verði því að leggja áherslu á að verja störf hjá hinu opinbera í komandi kjaraviðræðum. „Menn eru ekki að fara semja til þriggja ára við slíkar aðstæður,“ segir Árni Stefán Árnason, formaður SFR.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira