Innlent

Þrír handteknir vegna líkamsárásar

Mynd tengist ekki frétt beint
Mynd tengist ekki frétt beint
Tilkynnt var um líkamsárás framan við hús í Vesturborginni skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Síðar var tilkynnt um einstaklinga yfirgefa vettvang á bifreið. Lögreglan fann umrædda bifreið skömmu síðar og voru í henni þrír menn í mjög annarlegu ástandi.

Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu sökum ástands og verður reynt að ræða við þá er ástand þeirra lagast. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna  en hann hefur aldrei  öðlast ökuréttindi.

Þegar lögreglu bar að voru aðrir á vettvangi líkamsárásarinnar farnir og vildu ekki neina aðstoð frá lögreglu.

Þá var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut við Arnarnesveg um hálf níu leytið í gærkvöldi en bifreiðin hafði verið mæld á of miklum hraða. Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Og svo skömmu undir miðnætti var bifreið stöðvuð í Kópavogi en ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum örvandi eða deyfandi lyfja.

Á svipuðum tíma var svo bifreið stöðvuð í Árbænum. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×