Innlent

Hefja viðræður um sameiningu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarstjórn Akraness skoðar sameiningu við næstu nágranna.
Bæjarstjórn Akraness skoðar sameiningu við næstu nágranna. Fréttablaðið/GVA
Bæjarstjórn Akraness hefur falið Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra að taka upp sameiningarviðræður við sveitarstjórnir Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.

„Í greinargerð sem fylgdi tillögunni kemur fram að á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var nú í september, hafi innanríkisráðherra greint frá því að sameining sveitarfélaga á Íslandi yrði ekki þvinguð heldur yrði það alfarið að vera í höndum sveitarfélaganna sjálfra að hafa frumkvæði að slíkum viðræðum,“ segir í frétt á vef Akranessbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×