Innlent

Ásatrúarfélagið fagnar söfnun þjóðkirkjunnar

Ásatrúarfélagið við blót.
Ásatrúarfélagið við blót.
Ásatrúarfélagið fangar fyrirhugaðri landsöfnun þjóðkirkjunnar og hvetur hana til góðra verka í ályktun sem samþykkt var á fundi lögréttu á þriðjudaginn í tilefni af umræðum um fyrirhugaða fjársöfnun þjóðkirkjunnar til tækjakaupa fyrir Landspítalann.

Svo segir orðrétt:

„Samþykktin er að sjálfsögðu óháð því að Ásatrúarfélagið hefur, ásamt fleiri trúfélögum, lengi barist gegn því misrétti að ríkisvaldið mismuni trúfélögum með ríflegum aukaframlögum til Þjóðkirkjunnar úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þannig skipa yfirvöld þeim fjórðungi landsmanna, sem kýs að standa utan Þjóðkirkjunnar, skör lægra en annað fólk og sjálf ver kirkjan mismunun í sína þágu með oddi og egg. Það er miður en söfnun í þágu sjúkra er gott framtak og ber að lofa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×