Innlent

Tveir teknir með tæpt kíló af kókaíni

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tvö fíkniefnamál, þar sem tveir karlmenn reyndu að smygla til landsins tæpu kílói af kókaíni.

Í tilkynningu segir að karlmaður, um fertugt, frá Senegal situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að lögreglan handtók hann á Keflavíkurflugvelli 30. desember síðastliðinn.

Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn og reyndist hann vera með 600 grömm af kókaíni innvortis. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. janúar 2013. Ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins, sem er til rannsóknar.

Þá sætir rúmlega fertugur Rússi nú farbanni. Hann var stöðvaður við hefðbundið eftirlit tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Við leit á honum fundust 300 grömm af kókaíni.

Maðurinn var að koma frá París þegar hann var handtekinn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft málið til rannsóknar og hafa nokkrir aðilar hafa verið yfirheyrðir, en enginn handtekinn vegna hugsanlegrar aðildar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×