Innlent

Tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum lögð fram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd.
Ragnheiður Elín Árnadóttir er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd. Mynd/ Anton.
Formleg tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið var lögð fram formlega á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Eins og fram kom í fréttum fyrir jól mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meirihluta í nefndinni með Jóni Bjarnasyni, þingmanni VG, um að leggja tillöguna fram.

Tillagan gengur út á það að hlé verði gert á aðildarviðræðunum og þær ekki hafnar að nýju fyrr en að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður fara fram.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd, segist fremur gera ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram sem tillaga meirihluta nefndarinnar en ekki tillaga nefndarinnar í heild. Það þýðir að fulltrúar Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd og Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, leggist gegn tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×