Fórnarlamb Karls Vignis óttaðist að vera barnaníðingur - þriðja kæran barst í dag Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. janúar 2013 19:11 Þrír hafa lagt fram kæru á hendur Karli Vigni Þorsteinssyni vegna kynferðisbrota. Þriðja kæran var lögð fram í dag. Maður sem Karl áreitti kynferðislega á níunda áratugnum kallar eftir málefnalegri umræðu um barnaníðinga til að þolendur þori að segja frá og þjóðfélagið sé í stakk búið til að takast á við frásagnir þeirra. Brotin sem hafa verið kærð eru hugsanlega ekki fyrnd og hafa brotaþolar gefið skýrslu í dag. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar í samtali við rúv en fréttastofa náði ekki af honum tali fyrir fréttir. Lögreglan býst við að fleiri kærur verði lagðar fram á hendur Karli á næstunni. Gunnar Páll Gunnarsson birti í gærkvöldi einlægan pistil á netinu þar sem hann lýsir kynnum sínum af Karli en með honum vann hann í fimm ár á Hóteli sögu á níunda áratugnum. Gunnar, sem hóf störf á hótelinu 18 ára, segir Karl hafa fljótt orðið að trúnaðarvini sínum en síðar hafi hann áreitt hann kynferðislega inni á klósetti hótelsins. „Mér krossbrá, hvað var karlinn að gera þarna. Og svo það að þarna kom annar nemi inn á sömu stundu sem fattaði um leið hvað var að gerast. Hann glotti, snéri sér við og fór í burtu," segir Gunnar Páll sem talar frá Danmörku. Í pistli sínum sagði Gunnar einnig frá því að hann hafi verið kynferðislegri misnotaður af Helga Hróbjartssyni presti á Selfossi nokkrum árum áður en Gunnar hóf störf á Hóteli Sögu. „Eftir kvöldmat bað hann mig um að koma inn í herbergið mitt. Hann þurfti að tala við mig um eitthvað ákveðið. Það var strax eftir að við komum inn að hann lokaði hurðinni. Hann tók mig í fangið og faðmaði mig duglega að sér og kyssti mig og tróð tungunni sinni upp í mig og hvíslaði því að mér hvað honum þótti vænt um mig og elskaði mig. Ég veit ekkert í hvaða langan tíma þetta stóð, ég fraus gjörsamlega eins og spýtukubbur." Fjölmargir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega hafa sett sig í samband við Gunnar eftir að pistillinn birtist en hann segir tilganginn sinn með skrifunum vera að fá fólk til að segja frá. „Fólk þyrfti að hjálpa hvort öðru við að koma út úr þessu foræði sem þetta óneitanlega er." Þá kallar hann eftir góðri málefnalegri umræðu um barnaníðinga og brot þeirra. „Og fá þessa menn í meðferð. Sjálfur var ég skíthræddur á tímabili, þegar það gekk sem verst hjá mér eftir þetta allt saman, að ég myndi sjálfur verða einn af þessum mönnum sjálfur. Einhverntímann hafa þessir menn lent í skelfilegum atburðum og það er enginn vafi á því. Einhversstaðar þurfum við að stoppa og segja að þetta sé komið nóg. Við megum ekki byrja á því að fremja nornaveiðar á fólk sem er saklaust af því að við höfum grun. Sannanir þurfa að vera fyrir hendi en þá þarf fólk að taka blaðið frá munninum og þjóðfélagið þarf að vera í stakk búið að taka á móti fólkinu." Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þrír hafa lagt fram kæru á hendur Karli Vigni Þorsteinssyni vegna kynferðisbrota. Þriðja kæran var lögð fram í dag. Maður sem Karl áreitti kynferðislega á níunda áratugnum kallar eftir málefnalegri umræðu um barnaníðinga til að þolendur þori að segja frá og þjóðfélagið sé í stakk búið til að takast á við frásagnir þeirra. Brotin sem hafa verið kærð eru hugsanlega ekki fyrnd og hafa brotaþolar gefið skýrslu í dag. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar í samtali við rúv en fréttastofa náði ekki af honum tali fyrir fréttir. Lögreglan býst við að fleiri kærur verði lagðar fram á hendur Karli á næstunni. Gunnar Páll Gunnarsson birti í gærkvöldi einlægan pistil á netinu þar sem hann lýsir kynnum sínum af Karli en með honum vann hann í fimm ár á Hóteli sögu á níunda áratugnum. Gunnar, sem hóf störf á hótelinu 18 ára, segir Karl hafa fljótt orðið að trúnaðarvini sínum en síðar hafi hann áreitt hann kynferðislega inni á klósetti hótelsins. „Mér krossbrá, hvað var karlinn að gera þarna. Og svo það að þarna kom annar nemi inn á sömu stundu sem fattaði um leið hvað var að gerast. Hann glotti, snéri sér við og fór í burtu," segir Gunnar Páll sem talar frá Danmörku. Í pistli sínum sagði Gunnar einnig frá því að hann hafi verið kynferðislegri misnotaður af Helga Hróbjartssyni presti á Selfossi nokkrum árum áður en Gunnar hóf störf á Hóteli Sögu. „Eftir kvöldmat bað hann mig um að koma inn í herbergið mitt. Hann þurfti að tala við mig um eitthvað ákveðið. Það var strax eftir að við komum inn að hann lokaði hurðinni. Hann tók mig í fangið og faðmaði mig duglega að sér og kyssti mig og tróð tungunni sinni upp í mig og hvíslaði því að mér hvað honum þótti vænt um mig og elskaði mig. Ég veit ekkert í hvaða langan tíma þetta stóð, ég fraus gjörsamlega eins og spýtukubbur." Fjölmargir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega hafa sett sig í samband við Gunnar eftir að pistillinn birtist en hann segir tilganginn sinn með skrifunum vera að fá fólk til að segja frá. „Fólk þyrfti að hjálpa hvort öðru við að koma út úr þessu foræði sem þetta óneitanlega er." Þá kallar hann eftir góðri málefnalegri umræðu um barnaníðinga og brot þeirra. „Og fá þessa menn í meðferð. Sjálfur var ég skíthræddur á tímabili, þegar það gekk sem verst hjá mér eftir þetta allt saman, að ég myndi sjálfur verða einn af þessum mönnum sjálfur. Einhverntímann hafa þessir menn lent í skelfilegum atburðum og það er enginn vafi á því. Einhversstaðar þurfum við að stoppa og segja að þetta sé komið nóg. Við megum ekki byrja á því að fremja nornaveiðar á fólk sem er saklaust af því að við höfum grun. Sannanir þurfa að vera fyrir hendi en þá þarf fólk að taka blaðið frá munninum og þjóðfélagið þarf að vera í stakk búið að taka á móti fólkinu."
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira