Innlent

Plástra vanda vegna myglusvepps

Myglusveppurinn kom upp í elstu byggingu LSH við Hringbraut þar sem gjörgæsludeild er til húsa.
Myglusveppurinn kom upp í elstu byggingu LSH við Hringbraut þar sem gjörgæsludeild er til húsa. fréttablaðið/vilhelm
Mögulega þarf að seinka ákveðnum breytingum sem fyrirhugaðar voru á húsnæði Landspítalans til að bregðast við myglusvepp sem upp er kominn við leka glugga í elsta hluta spítalans.

„Við rekum hér sjúkrahúsþjónustu í húsi sem byggt er upp úr 1920 og hannað eitthvað fyrr og margbúið að laga,“ bendir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, á. „Við verðum bara að halda lagfæringum áfram þangað til við fáum betri aðstöðu.“

Björn segir vitað um þessi svæði og fleiri þar sem hætt sé við viðlíka vandamálum. „Því þetta er töluverður fjöldi af byggingum sem við erum með og tiltölulega lítið fé sett í viðhald.“

Aukinn kostnaður vegna viðhalds hefur hins vegar ekki áhrif á áætlun spítalans um tækjakaup. „Þau eru á sérlið á fjárlögum undir því sem kallast meiriháttar fjárfestingar. Við verðum bara að seinka ákveðnum breytingum á húsnæði og reyna að finna fé til að laga þetta. Og það verður bara svona plástur, eins og venjulega,“ segir Björn. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×