Útvegsmenn hafa ekki skuldsett sig vegna kaupa á makrílkvóta Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 06:00 framseljanlegar aflaheimildir Sjávarútvegsráðherra ætlar að kvótasetja makríl. Útvegsmönnum verður úthluta aflaheimildum á grundvelli veiðireynslu þeim verður svo heimilt að selja kvótann. Frettablaðið/þorgeir „Það hefur enginn útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Ég spyr því afhverju má ekki bjóða þennan kvóta út, eða að minnsta kosti hluta hans. Það hefur heldur engin útgerð áratugalanga reynslu af þessum veiðum eða hefur áunnið sér siðferðilegan hefðarrétt,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála hefur boðað að makríll verði kvótasettur. Aflaheimildir verða miðaðar við veiðireynslu skipa undanfarin ár og verða með frjálsu framsali. Ráðherrann telur að samkvæmt lögum um úthafsveiðar verði að kvótasetja makrílinn. Því eru þó ekki allir sammála því þingflokkur Vinstri grænna hafnar því að lagaskylda hvíli á ráðherra í þessu máli þar sem ekki hafi verið samið um hlut Íslands í veiðunum. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur fráleitt að kvótinn sé afhentur endurgjaldslaust og skapi útgerðinni framseljanleg verðmæti sem geti numið hundruðum milljörðum króna. Útvegsmenn fagna hins vegar áformum sjávarútvegsráðherra um að kvótasetja makríl. „Menn eru búnir að kosta miklu til að afla þessara veiðiheimilda, kaupa skip og endurnýja búnað til að geta sinnt þessum veiðum sem best,“ segir Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Adolf segir að það hafi allir getað farið á makrílveiðar þegar makríllin fór að veiðast hér við land. Þeir sem hafi skapað íslendingum veiðireynslu í greininni eigi að njóta þess því eigi ekki að bjóða upp aflaheimildir. Hann segir að það sé lágmark að stjórnvöld fari að lögum um úthafsveiðar og bindi makrílinn í kvóta. Það hefði raunar átt að vera löngu búið. Einar Valur Kristjánsson framkvæmdahússins Gunnvarar í Hnífsdal bendir á að ef aflaheimildir í makríl yrðu boðnar upp yrðu það eitt til tvö fyrirtæki sem hefðu fjarhagslega burði til að kaupa allan kvótann. „Þeir sem kalla á uppboð vilja að hér starfi eitt eða tvö sjávarútvegsfyrirtæki. Menn verða að ákveða hvort að ávinningurinn af þessum veiðum á að dreifast um byggðir landsins eða vera bundinn við eitt eða tvö fyrirtæki,“ segir Einar Valur. Landssamband smábátaeigenda hefur skýra stefnu í málinu. Smábátaeigendur segja að færaveiðum smábáta í makríl eigi ekki að stjórna með kvótasetningu. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Það hefur enginn útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Ég spyr því afhverju má ekki bjóða þennan kvóta út, eða að minnsta kosti hluta hans. Það hefur heldur engin útgerð áratugalanga reynslu af þessum veiðum eða hefur áunnið sér siðferðilegan hefðarrétt,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála hefur boðað að makríll verði kvótasettur. Aflaheimildir verða miðaðar við veiðireynslu skipa undanfarin ár og verða með frjálsu framsali. Ráðherrann telur að samkvæmt lögum um úthafsveiðar verði að kvótasetja makrílinn. Því eru þó ekki allir sammála því þingflokkur Vinstri grænna hafnar því að lagaskylda hvíli á ráðherra í þessu máli þar sem ekki hafi verið samið um hlut Íslands í veiðunum. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur fráleitt að kvótinn sé afhentur endurgjaldslaust og skapi útgerðinni framseljanleg verðmæti sem geti numið hundruðum milljörðum króna. Útvegsmenn fagna hins vegar áformum sjávarútvegsráðherra um að kvótasetja makríl. „Menn eru búnir að kosta miklu til að afla þessara veiðiheimilda, kaupa skip og endurnýja búnað til að geta sinnt þessum veiðum sem best,“ segir Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Adolf segir að það hafi allir getað farið á makrílveiðar þegar makríllin fór að veiðast hér við land. Þeir sem hafi skapað íslendingum veiðireynslu í greininni eigi að njóta þess því eigi ekki að bjóða upp aflaheimildir. Hann segir að það sé lágmark að stjórnvöld fari að lögum um úthafsveiðar og bindi makrílinn í kvóta. Það hefði raunar átt að vera löngu búið. Einar Valur Kristjánsson framkvæmdahússins Gunnvarar í Hnífsdal bendir á að ef aflaheimildir í makríl yrðu boðnar upp yrðu það eitt til tvö fyrirtæki sem hefðu fjarhagslega burði til að kaupa allan kvótann. „Þeir sem kalla á uppboð vilja að hér starfi eitt eða tvö sjávarútvegsfyrirtæki. Menn verða að ákveða hvort að ávinningurinn af þessum veiðum á að dreifast um byggðir landsins eða vera bundinn við eitt eða tvö fyrirtæki,“ segir Einar Valur. Landssamband smábátaeigenda hefur skýra stefnu í málinu. Smábátaeigendur segja að færaveiðum smábáta í makríl eigi ekki að stjórna með kvótasetningu.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira