Lífið

Les fyrir ástina sína

Leikarinn Bradley Cooper, 38 ára, eyddi deginum með kærustu sinni, fyrirsætunni Suki Waterhouse, 21 árs, í París á dögunum.

Bradley og Suki létu vel af hvort öðru og las Bradley skáldsöguna Lolitu eftir Vladimir Nabokov fyrir ástina sína. Parið hefur greinilega góðan smekk því Lolita kom út árið 1955 og er talin ein besta skáldsaga í heiminum þó hún hafi upprunalega verið bönnuð í Englandi, Suður-Afríku og Argentínu vegna þess hve djörf hún var.

Rómantískur.
Bradley og Suki byrjuðu að deita í febrúar eftir að þau kynntust á Elle Style-verðlaunahátíðinni. Þau ná ekki að eyða miklum tíma saman en hafa til dæmis farið í frí í Boston, New York og á Havaí saman.

Sætt par.
Smekkfólk.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.