Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, fékk í dag flest atkvæði um stöðu sem sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Akureyri Vikublað greinir frá.
Meðal þeirra sem Ólína keppti við um stöðuna var Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV, og vakti það athygli að Sigrún datt út strax í fyrri umferð kosningar en margir töldu hana eiga góða möguleika á forsetastöðunni. Þá var kosið aftur á milli þeirra sem fengu flest atkvæði, Rögnvaldar Ingþórssonar og Ólínu, sem marði Rögnvald með einu atkvæði eða alls 20. Nokkrir seðlar voru auðir.
Rektor Háskólans á Akureyri mun skipa formlega í stöðuna en samkvæmt heimildum Akureyri Vikublaðs eru ekki fordæmi fyrir því að rektor hunsi vilja starfsmanna vísindasviða eins og hann birtist í kosningu.
Ólína fékk flest atkvæði
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
