Innlent

EasyJet eykur starfsemi sína

Stígur Helgason skrifar
Ferðamennska Breska flugfélagið EasyJet hefur ákveðið að tvöfalda starfsemi sína á Íslandi og bjóða upp á þrjár flugleiðir allt árið um kring.

Félagið, sem er það umsvifamesta í Bretlandi, mun fljúga á milli Íslands, London, Edinborgar og Manchester, alls ellefu sinnum í viku og þar af sex sinnum í viku til London.

Í tilkynningu segir að EasyJet hafi byrjað að fljúga til Íslands fyrir réttu ári og að á þeim tíma hafi breskum ferðamönnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um 35 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×