Innlent

Frekari aðgerða þörf gegn spillingu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
GRECO - samtök ríkja í Evrópuráðinu gegn spillingu, birtir í dag, fimmtudag, nýja matsskýrslu um Ísland þar sem yfirvöld eru hvött til að beita sér enn frekar gegn spillingu meðal þingmanna og innan dómskerfisins.

Segir í skýrslunni að vegna smæðar landsins sé meiri hætta á hagsmunaárekstrum en stjórnvöld hafi þó gert ýmsar úrbætur síðan bankahrunið varð árið 2008.

GRECO telur þó að enn megi ýmislegt betur fara og að tryggja verði að ráðist verði í frekari aðgerðir gegn spillingu á Alþingi, og auka þannig traust almennings. Einnig kemur fram að nauðsynlegt sé að gera dómskerfið gegnsærra og auka sjálfstæði embættis saksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×