Innlent

Stigu trylltan dans

Óhætt er að segja að norðurljósin hafi skartað sínu fegursta þann 17. mars síðastliðinn við náttúruperlur Íslands.

Í meðfylgjandi myndbandi sem tekið var á DSLR-myndavélar sjást norðurljósin meðal annars við Gullfoss og Skaftafell. Nokkur kvöld í röð fengu landsmenn og erlendir ferðamenn að njóta danssýningarinnar sem er hvergi betri en úti í náttúrunni fjarri ljósmengun byggðarinnar.

Hvernig verða Norðurljós til?

Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið.

Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós.

Af Vísindavef Háskóla Íslands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×