Innlent

Óviðunandi ástand

Fornleifafræðingar að störfum.
Fornleifafræðingar að störfum.
Fornleifafræðingafélag Íslands gagnrýnir mennta- og menningarmálaráðherra og Minjastofnunum Íslands fyrir þann drátt sem orðið hefur á auglýsingu styrkja úr Fornminjasjóði.

Í ályktun frá stjórninni segir að seinagangurinn hafi þegar sett allar áætlanir um fornleifarannsóknir sumarið 2013 í uppnám. Undanfarin ár hefur verið auglýst eftir umsóknum í Fornleifasjóð (nú Fornminjasjóð) í janúar eða byrjun febrúar og úthlutun úr sjóðunum hefur farið fram í mars/apríl.

Það sé lágmarkstími sem fornleifafræðingar þurfa til að skipuleggja sína vettvangsvinnu sem eðlilega þarf að fara fram á sumrin hér á landi. Nú er óljóst hvenær hægt verður að úthluta úr sjóðnum og er það óviðunandi ástand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×