Innlent

Hvernig getum við hjálpað öðrum þjóðum?

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir
„Maður horfir upp á fólk vera matarlaust síðustu tíu daga mánaðarins. Svo verður maður vitni að því að Alþingi samþykkir að senda 24 milljarða í neyðaraðstoð til annarra þjóða. Hvernig getur jafn illa stödd þjóð og okkar hjálpað öðrum þjóðum?"

Þetta segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Hjálpin úthlutaði nefnd í Reykjanesbæ og Reykjavík í gær en talið er að 700 til 800 fjölskyldur hafi þegið matarúthlutun fyrir páskahátíðina.

Ásgerður segir að Fjölskylduhjálp hafi áskotnast um 400 páskaegg. Erfitt sé að velja hverjir eigi að fá egg en reynt sé að gefa þau til fjölskyldna með börn 10 ára og yngri.

Athygli vakti á dögunum þegar Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, greiddi ein þingmanna atkvæði gegn þingályktunartillögu um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands árin 2013-2016.

Sagði hún í fréttum Stöðvar 2 að málið snerist um forgangsröðun. Ekki væri rétt að ráðstafa 24 milljörðum króna næstu fjögur árin á sama tíma og Landspítalinn væri í fjársvelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×