Forgangsröðun í utanríkismálum Baldur Þórhallsson skrifar 24. júní 2013 08:30 Tvær áleitnar spurningar vakna þegar utanríkisstefna nýrrar ríkisstjórnar er metin. Hver er forgangsröðunin? Hver mótar stefnuna? Mest áhersla er lögð á þátttöku í málefnum norðurslóða í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar ef undan er skilið það hlé sem gert er á aðildarviðræðunum við ESB. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að kanna möguleika á auknum útflutningi til fjarlægra heimshluta, styrkja tengsl við þessi svæði og gera fleiri fríverslunarsamninga. Það er orðum aukið að Ísland geti orðið leiðandi afl á norðurslóðum og ekki er fyrirsjáanlegt að útflutningur færist frá mörkuðum Evrópu til Asíu á næstu áratugum, hvað þá á þessu kjörtímabili. Í dag fara yfir 80 prósent vöruútflutnings til ríkja á innri markaði ESB. Það vekur því sérstaka athygli að ekki er minnst einu orði á mikilvægi þess markaðar og þeirra tækifæra sem þar er að finna. En þekkt er að hagkvæmast er fyrir fyrirtæki í litlum ríkjum að sérhæfa sig í útflutningi til þekktra markaðssvæða þar sem þau hafa þegar starfsemi. Þess er einnig saknað í stefnuyfirlýsingunni að ekki er kveðið einu orði á um það hvernig auka megi áhrif okkar innan EES og Schengen. Við munum því að óbreyttu halda áfram að taka gagnrýnislaust upp reglur ESB. Seinni spurningin lýtur að því hvort ríkisstjórnin sé þegar orðin stefnulaust rekald í höndunum á forseta Íslands. Þá ályktun er ekki hægt að draga. Það er hins vegar augljós samhljómur með utanríkisstefnu stjórnarinnar og þeirri utanríkisstefnu sem forsetinn hefur rekið um nokkurt skeið. Það er líklega kostur, að minnsta kosti fyrir erlenda aðila, að nú tala ríkisstjórnin og forsetinn einum rómi. Stefnuyfirlýsingin í utanríkismálum er nokkuð almennt orðuð. Það má gagnrýna en á sama tíma gefur það nýjum utanríkisráðherra tækifæri til eigin forgangsröðunar. Forgangsröðun er einkar mikilvæg fyrir lítil ríki sem hafa úr minna að moða en stór ríki. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut utanríkisráðherrann mun feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Tvær áleitnar spurningar vakna þegar utanríkisstefna nýrrar ríkisstjórnar er metin. Hver er forgangsröðunin? Hver mótar stefnuna? Mest áhersla er lögð á þátttöku í málefnum norðurslóða í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar ef undan er skilið það hlé sem gert er á aðildarviðræðunum við ESB. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að kanna möguleika á auknum útflutningi til fjarlægra heimshluta, styrkja tengsl við þessi svæði og gera fleiri fríverslunarsamninga. Það er orðum aukið að Ísland geti orðið leiðandi afl á norðurslóðum og ekki er fyrirsjáanlegt að útflutningur færist frá mörkuðum Evrópu til Asíu á næstu áratugum, hvað þá á þessu kjörtímabili. Í dag fara yfir 80 prósent vöruútflutnings til ríkja á innri markaði ESB. Það vekur því sérstaka athygli að ekki er minnst einu orði á mikilvægi þess markaðar og þeirra tækifæra sem þar er að finna. En þekkt er að hagkvæmast er fyrir fyrirtæki í litlum ríkjum að sérhæfa sig í útflutningi til þekktra markaðssvæða þar sem þau hafa þegar starfsemi. Þess er einnig saknað í stefnuyfirlýsingunni að ekki er kveðið einu orði á um það hvernig auka megi áhrif okkar innan EES og Schengen. Við munum því að óbreyttu halda áfram að taka gagnrýnislaust upp reglur ESB. Seinni spurningin lýtur að því hvort ríkisstjórnin sé þegar orðin stefnulaust rekald í höndunum á forseta Íslands. Þá ályktun er ekki hægt að draga. Það er hins vegar augljós samhljómur með utanríkisstefnu stjórnarinnar og þeirri utanríkisstefnu sem forsetinn hefur rekið um nokkurt skeið. Það er líklega kostur, að minnsta kosti fyrir erlenda aðila, að nú tala ríkisstjórnin og forsetinn einum rómi. Stefnuyfirlýsingin í utanríkismálum er nokkuð almennt orðuð. Það má gagnrýna en á sama tíma gefur það nýjum utanríkisráðherra tækifæri til eigin forgangsröðunar. Forgangsröðun er einkar mikilvæg fyrir lítil ríki sem hafa úr minna að moða en stór ríki. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut utanríkisráðherrann mun feta.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar