Betri skráning slysa eflir forvarnarstarf Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. júní 2013 07:00 Norrænu stofnanirnar sem sjá um rafmagnsöryggi eru Elsäkerhetsverket (Svíþjóð), Sikkerhedsstyrelsen (Danmörk), Tukes (Finnland), DSB (Noregur), Grønlands Elmyndighed (Grænland), Elnevndin (Færeyjar), Ålands Landskapsregering (Álandseyjar) og Mannvirkjastofnun hér. Fréttablaðið/Vilhelm Ísland stendur mjög vel í samanburði við Norðurlöndin þegar kemur að alvarlegum rafmagnsslysum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr mastersverkefni finnskrar konu að nafni Minna Kinnunen. Niðurstöður rannsóknar hennar voru birtar samtímis hjá öllum norrænu stofnununum sem annast rafmagnsöryggi. Samkvæmt upplýsingum frá Mannvikjastofnun hefur ekki orðið hér banaslys af völdum rafmagns síðan fyrir 2003. Í skýrslu Kinnunen kemur fram að árið 2011 hafi sjö látist í rafmagnsslysum á Norðurlöndum. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir stöðu mála hafa verið rædda á norrænum rafmagnsöryggisfundi í Stokkhólmi fyrir hálfum mánuði. „Við á Íslandi eru með færri banaslys og færri slys yfirleitt heldur en hin löndin,“ segir hann. Ein af niðurstöðunum sem Minna Kinnunen kemst að í verkefni sínu er þó að í löndunum öllum þurfi að standa betur að skráningu á rafmagnsslysum. En hún rannsakaði hvers konar slys verða á Norðurlöndum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að þau ættu sér stað. Að auki greindi hún sérstök vandamál á sviði rafmagnsöryggis, nýjar áhættur, góða starfshætti í greininni og leitaðist við að finna nýjar leiðir sem stuðla að eflingu rafmagnsöryggis á Norðurlöndunum. „Upplýsingar sem um rafmagnsslys sem safnað er mætti nýta betur í slysavörnum í norrænu löndunum. Yfirvöld rafmagnsöryggismála gætu til dæmis tekið höndum saman um að skipuleggja kynningarherferðir til þess að koma í veg fyrir slík slys,“ segir hún. Jóhann Ólafsson, yfirmaður á rafmagnsöryggisdeild Mannvirkjastofnunar, tekur jafnframt undir að standa þurfi betur að söfnun upplýsinga um slys af völdum rafmagns og eins þegar liggur við slysi. Mikilvægt sé að reyna að læra af slíkum atvikum. „Rafverktakar hafa ekki verið duglegir að upplýsa um smærri slys,“ segir hann. Upplýsingar um alvarlegri slys berist stofnuninni hins vegar frá heilbrigðisyfirvöldum, lögreglu og eftir fleiri leiðum. „Hér urðu til dæmis bara tvö slík slys í fyrra,“ segir hann, en slys eru talin alvarleg ef sá sem í þeim lendir þar á læknishjálp að halda í meira en einn dag. Hér á landi segir Jóhann að slys hafi orðið flest árið 2008, en þá voru skráð 13 slík. „2009 eru fjórir, 2010 er einn og tveir árið 2011.“ Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Ísland stendur mjög vel í samanburði við Norðurlöndin þegar kemur að alvarlegum rafmagnsslysum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr mastersverkefni finnskrar konu að nafni Minna Kinnunen. Niðurstöður rannsóknar hennar voru birtar samtímis hjá öllum norrænu stofnununum sem annast rafmagnsöryggi. Samkvæmt upplýsingum frá Mannvikjastofnun hefur ekki orðið hér banaslys af völdum rafmagns síðan fyrir 2003. Í skýrslu Kinnunen kemur fram að árið 2011 hafi sjö látist í rafmagnsslysum á Norðurlöndum. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir stöðu mála hafa verið rædda á norrænum rafmagnsöryggisfundi í Stokkhólmi fyrir hálfum mánuði. „Við á Íslandi eru með færri banaslys og færri slys yfirleitt heldur en hin löndin,“ segir hann. Ein af niðurstöðunum sem Minna Kinnunen kemst að í verkefni sínu er þó að í löndunum öllum þurfi að standa betur að skráningu á rafmagnsslysum. En hún rannsakaði hvers konar slys verða á Norðurlöndum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að þau ættu sér stað. Að auki greindi hún sérstök vandamál á sviði rafmagnsöryggis, nýjar áhættur, góða starfshætti í greininni og leitaðist við að finna nýjar leiðir sem stuðla að eflingu rafmagnsöryggis á Norðurlöndunum. „Upplýsingar sem um rafmagnsslys sem safnað er mætti nýta betur í slysavörnum í norrænu löndunum. Yfirvöld rafmagnsöryggismála gætu til dæmis tekið höndum saman um að skipuleggja kynningarherferðir til þess að koma í veg fyrir slík slys,“ segir hún. Jóhann Ólafsson, yfirmaður á rafmagnsöryggisdeild Mannvirkjastofnunar, tekur jafnframt undir að standa þurfi betur að söfnun upplýsinga um slys af völdum rafmagns og eins þegar liggur við slysi. Mikilvægt sé að reyna að læra af slíkum atvikum. „Rafverktakar hafa ekki verið duglegir að upplýsa um smærri slys,“ segir hann. Upplýsingar um alvarlegri slys berist stofnuninni hins vegar frá heilbrigðisyfirvöldum, lögreglu og eftir fleiri leiðum. „Hér urðu til dæmis bara tvö slík slys í fyrra,“ segir hann, en slys eru talin alvarleg ef sá sem í þeim lendir þar á læknishjálp að halda í meira en einn dag. Hér á landi segir Jóhann að slys hafi orðið flest árið 2008, en þá voru skráð 13 slík. „2009 eru fjórir, 2010 er einn og tveir árið 2011.“
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira