Innlent

Ekkert klósettgjald næstu vikur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Næstu sex vikur verður frítt að létta á sér á salernunum á Hakinu.
Fréttablaðið/Pjetur
Næstu sex vikur verður frítt að létta á sér á salernunum á Hakinu. Fréttablaðið/Pjetur
Gjaldhlið sem í fyrra var komið fyrir við salernin á Hakinu á Þingvöllum hafa verið tekin niður. Ástæðan er ekki sú að hætta eigi að innheimta aðgangseyri að salernunum heldur eru þau fjarlægð tímabundið á meðan reist verður tengibygging milli salernishúsanna tveggja.

Með tengibyggingunni á ekki síst að mynda skjól fyrir ferðalanga sem stundum bíða í misjöfnum veðrum eftir að komast á salernin. Bakveggurinn verður gegnsær þannig að útsýni verður áfram að Botnssúlum milli húsanna.

Áætlað er að framkvæmdum verði lokið eftir sex vikur. Fram að þeim tíma verður ekki rukkað þjónustugjald inn á klósettin.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×