Beitt ofbeldi og fangelsuð vegna kynhneigðar sinnar María Lilja Þrastardóttir skrifar 23. apríl 2013 06:00 Kasha vill brúa bilið á milli Íslendinga og Úgandabúa. Hún segir það nauðsynlegt baráttu samkynhneigðra í Afríku að geta horft til Íslands.Fréttablaðið/GVA „Ég mun aldrei gefast upp. Mótlætið styrkir mig og hvetur mig til dáða. Ef ég held ekki áfram að ýta hætta þjáningarnar ekki,“ segir baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera. Hún er í heimsókn hér á landi til að vekja athygli á bágbornum rétti samkynhneigðra og transfólks (LBGT) í heimalandi sínu Úganda þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Kasha hefur þurft að sæta miklum ofsóknum fyrir kynhneigð sína, hefur margsinnis verið fangelsuð og beitt ofbeldi. Þrátt fyrir það virðist hún hafa óþrjótandi drifkraft. „Ég er mjög heppin að eiga fjölskyldu sem styður mig, svo ég hef aldrei þurft að fara í felur,“ segir Kasha sem segir fjölskyldu sína hafa þurft að láta ýmislegt yfir sig ganga. „Ég var rekin úr þremur skólum meðal annars fyrir að skrifa ástarbréf til stúlku. Fólk sagði mig andsetna og mér var útskúfað þegar ég var unglingur. En ég gat verið ég sjálf af því að ég á góða að. Ég vil berjast fyrir þau sem ekki eiga neitt bakland.“ Árið 2010 birti úgandska fréttablaðið Rolling Stone myndir og nöfn fólks sem blaðið staðhæfði að væri hommar eða lesbíur. Fyrirsögnin með umfjölluninni var „Hengjum þau“. Nafn Köshu og vinar hennar, Davids Kato, voru þar á meðal. Þau kærðu blaðið fyrir að hvetja til ofbeldis og brutu þar með blað í réttindasögu samkynhneigðra í landinu. David Kato var myrtur í kjölfarið. „Ég hef þurft að sjá á eftir svo mörgu góðu fólki,“ segir Kasha og gerir hlé á máli sínu. Þrátt fyrir þykkan skrápinn er augljóst að ofsóknirnar hafa haft djúpstæð áhrif á hana. Sumir hafi séð sér þann kost vænstan að flýja frá Úganda en í hennar huga kemur það ekki til greina. „Þá hafa þeir unnið. Þeir mega ekki vinna. Baráttan verður að eiga andlit og það er köllun mín að vera það andlit.“ Kasha verður á Íslandi í tíu daga. Hún hyggst hitta fyrir ráðherra og hefur nú þegar hitt Jón Gnarr borgarstjóra og eiginkonu hans. „Ég ætla líka að ferðast um landið og fara í Bláa lónið. Svo langar mig að kynnast sem flestum Íslendingum til að koma á tengslum milli þjóðanna.“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
„Ég mun aldrei gefast upp. Mótlætið styrkir mig og hvetur mig til dáða. Ef ég held ekki áfram að ýta hætta þjáningarnar ekki,“ segir baráttukonan Kasha Jaqueline Nabagesera. Hún er í heimsókn hér á landi til að vekja athygli á bágbornum rétti samkynhneigðra og transfólks (LBGT) í heimalandi sínu Úganda þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Kasha hefur þurft að sæta miklum ofsóknum fyrir kynhneigð sína, hefur margsinnis verið fangelsuð og beitt ofbeldi. Þrátt fyrir það virðist hún hafa óþrjótandi drifkraft. „Ég er mjög heppin að eiga fjölskyldu sem styður mig, svo ég hef aldrei þurft að fara í felur,“ segir Kasha sem segir fjölskyldu sína hafa þurft að láta ýmislegt yfir sig ganga. „Ég var rekin úr þremur skólum meðal annars fyrir að skrifa ástarbréf til stúlku. Fólk sagði mig andsetna og mér var útskúfað þegar ég var unglingur. En ég gat verið ég sjálf af því að ég á góða að. Ég vil berjast fyrir þau sem ekki eiga neitt bakland.“ Árið 2010 birti úgandska fréttablaðið Rolling Stone myndir og nöfn fólks sem blaðið staðhæfði að væri hommar eða lesbíur. Fyrirsögnin með umfjölluninni var „Hengjum þau“. Nafn Köshu og vinar hennar, Davids Kato, voru þar á meðal. Þau kærðu blaðið fyrir að hvetja til ofbeldis og brutu þar með blað í réttindasögu samkynhneigðra í landinu. David Kato var myrtur í kjölfarið. „Ég hef þurft að sjá á eftir svo mörgu góðu fólki,“ segir Kasha og gerir hlé á máli sínu. Þrátt fyrir þykkan skrápinn er augljóst að ofsóknirnar hafa haft djúpstæð áhrif á hana. Sumir hafi séð sér þann kost vænstan að flýja frá Úganda en í hennar huga kemur það ekki til greina. „Þá hafa þeir unnið. Þeir mega ekki vinna. Baráttan verður að eiga andlit og það er köllun mín að vera það andlit.“ Kasha verður á Íslandi í tíu daga. Hún hyggst hitta fyrir ráðherra og hefur nú þegar hitt Jón Gnarr borgarstjóra og eiginkonu hans. „Ég ætla líka að ferðast um landið og fara í Bláa lónið. Svo langar mig að kynnast sem flestum Íslendingum til að koma á tengslum milli þjóðanna.“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira