Innlent

Hávær andmæli gegn rannsóknum hvítflibbabrota

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson skrifar í Fréttablaðið í dag um rannsóknir á þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Segir hann Evu Joly, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins, hafa sagt að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála.

Segist Ögmundur hafa viljað setja strangar reglur um rannsóknarheimildir sem ganga nærri friðhelgi manna.

„En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði.“

Ögmundur talar um vaxandi andmæli við rannsóknir lögreglu og að áhyggjurnar beinist ekki að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin.

„Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa.“

Pistil Ögmundar má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×