47 eignir boðnar upp á Selfossi í dag Jóhannes Stefánsson skrifar 23. apríl 2013 17:16 Sýslumaður sér um nauðungarsölur Mynd/ Visir.is Framhaldsuppboð á 47 fasteignum fór fram hjá Sýslumanninum á Selfossi í dag. Samtökin Almannavarnir fólksins í landinu sendu út fréttatilkynningu vegna þessa í gær. Í tilkynningunni segir að um „einhliða eignaupptöku“ sé að ræða af hálfu fjármálafyrirtækja. Fréttastofa Vísis náði tali af Bjarna Bergmann Vilhjálmssyni hjá samtökunum sem hafði ýmislegt að athuga við framgang sýslumanns í málinu. „Það voru gerðar þarna allskonar athugasemdir sem hann kaus að hlusta ekki á. Hann var spurður meðal annars að því hvort hann hefði kynnt sér lögmæti krafna, og þá ákvað hann að fresta uppboðinu til klukkan níu um kvöldið. Svo bar gerðarþolinn fram sín mótmæli og við vorum að vonast til þess að hann [sýslumaður innsk. blm.] myndi vísa málinu til dóms.“ Að sögn Bjarna hafi sýslumaðurinn svo hætt við frestunina. Aðspurður um hvers vegna sýslumaðurinn hefði átt að vísa málinu til dóms sagði Bjarni: „Af því að það komu fram mótmæli við kröfunni og af því að hann er ekki dómstóll og á ekki að taka neinar ákvarðanir þar sem hann er framkvæmdavald.“ Bjarni vísaði í því skyni til 73. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungaruppboð. Bjarni hrósaði sýslumanni þó fyrir það að hafa klæðst einkennisbúningi við nauðungaruppboðið. Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum samtakanna, segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi: „Ákvörðun sýslumanns snýr ekki að neinum efnisatriðum. Meintur ágreiningur í málinu snýr að atriðum sem ekki hafa fengið löglega niðurstöðu neinsstaðar.“ Þá sagði Ólafur að nauðungarsölubeiðnum væri ekki frestað vegna þess að efnislegur ágreiningur væri uppi í málinu heldur væru slík ágreiningsefni leyst fyrir dómstólum. Ólafur benti þó á að allar ákvarðanir sýslumanns, til dæmis um það hvort frestun á nauðungarsöluuppboði væri hafnað, mætti alltaf bera undir dómstóla.Telur neytendarétt ekki virtan Bjarni segir að réttaróvissa sé til staðar um það hvort heimilt sé að gera aðför að hinu veðsetta án undangengins dóms, jafnvel þó að í skuldaskjalinu kveðii sérstaklega á um að slík aðför sé heimil. „Ég er bæði búinn að tala við lögmenn frá Bretlandi og blaðamann frá Þýskalandi í gær. Það sem stendur upp úr er að það á ekki að taka eign af fólki nema með dómsúrskurði.“ Bjarni bætir svo við: „Við vitum það að bæði Hagsmunasamtök heimilanna og Verkalýðsfélagið á Akranesi eru með dómsmál vegna svona lána og það er réttaróvissa um það þangað til dómur er upp kveðinn í því. Þess vegna ætti að túlka það neytendum í vil.“Sýslumaður segist fara að lögum „Sú réttaróvissa hefur ekki komið fyrir dómstólana að mér vitandi,“ segir Ólafur. „Það liggur ekki fyrir að lög segi að það eigi að fresta vegna þessa og það er ekki fyrir hendi neinn dómur sem segir að það skuli fresta og bíða eftir niðurstöðu,“ segir Ólafur og bætir við: „Það liggur fyrir að um uppboðið er beðið á grundvelli lögformlegra gagna.“ Ólafur ítrekaði að það félli ekki í skaut sýslumanns að skera úr um efnisleg réttindi skuldara og kröfuhafa. „Ákvörðun sýslumanns snýr ekki að neinum efnisatriðum." Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Framhaldsuppboð á 47 fasteignum fór fram hjá Sýslumanninum á Selfossi í dag. Samtökin Almannavarnir fólksins í landinu sendu út fréttatilkynningu vegna þessa í gær. Í tilkynningunni segir að um „einhliða eignaupptöku“ sé að ræða af hálfu fjármálafyrirtækja. Fréttastofa Vísis náði tali af Bjarna Bergmann Vilhjálmssyni hjá samtökunum sem hafði ýmislegt að athuga við framgang sýslumanns í málinu. „Það voru gerðar þarna allskonar athugasemdir sem hann kaus að hlusta ekki á. Hann var spurður meðal annars að því hvort hann hefði kynnt sér lögmæti krafna, og þá ákvað hann að fresta uppboðinu til klukkan níu um kvöldið. Svo bar gerðarþolinn fram sín mótmæli og við vorum að vonast til þess að hann [sýslumaður innsk. blm.] myndi vísa málinu til dóms.“ Að sögn Bjarna hafi sýslumaðurinn svo hætt við frestunina. Aðspurður um hvers vegna sýslumaðurinn hefði átt að vísa málinu til dóms sagði Bjarni: „Af því að það komu fram mótmæli við kröfunni og af því að hann er ekki dómstóll og á ekki að taka neinar ákvarðanir þar sem hann er framkvæmdavald.“ Bjarni vísaði í því skyni til 73. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungaruppboð. Bjarni hrósaði sýslumanni þó fyrir það að hafa klæðst einkennisbúningi við nauðungaruppboðið. Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum samtakanna, segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi: „Ákvörðun sýslumanns snýr ekki að neinum efnisatriðum. Meintur ágreiningur í málinu snýr að atriðum sem ekki hafa fengið löglega niðurstöðu neinsstaðar.“ Þá sagði Ólafur að nauðungarsölubeiðnum væri ekki frestað vegna þess að efnislegur ágreiningur væri uppi í málinu heldur væru slík ágreiningsefni leyst fyrir dómstólum. Ólafur benti þó á að allar ákvarðanir sýslumanns, til dæmis um það hvort frestun á nauðungarsöluuppboði væri hafnað, mætti alltaf bera undir dómstóla.Telur neytendarétt ekki virtan Bjarni segir að réttaróvissa sé til staðar um það hvort heimilt sé að gera aðför að hinu veðsetta án undangengins dóms, jafnvel þó að í skuldaskjalinu kveðii sérstaklega á um að slík aðför sé heimil. „Ég er bæði búinn að tala við lögmenn frá Bretlandi og blaðamann frá Þýskalandi í gær. Það sem stendur upp úr er að það á ekki að taka eign af fólki nema með dómsúrskurði.“ Bjarni bætir svo við: „Við vitum það að bæði Hagsmunasamtök heimilanna og Verkalýðsfélagið á Akranesi eru með dómsmál vegna svona lána og það er réttaróvissa um það þangað til dómur er upp kveðinn í því. Þess vegna ætti að túlka það neytendum í vil.“Sýslumaður segist fara að lögum „Sú réttaróvissa hefur ekki komið fyrir dómstólana að mér vitandi,“ segir Ólafur. „Það liggur ekki fyrir að lög segi að það eigi að fresta vegna þessa og það er ekki fyrir hendi neinn dómur sem segir að það skuli fresta og bíða eftir niðurstöðu,“ segir Ólafur og bætir við: „Það liggur fyrir að um uppboðið er beðið á grundvelli lögformlegra gagna.“ Ólafur ítrekaði að það félli ekki í skaut sýslumanns að skera úr um efnisleg réttindi skuldara og kröfuhafa. „Ákvörðun sýslumanns snýr ekki að neinum efnisatriðum."
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira