Íbúi í Garðahrauni segir börn ekki geta leikið sér úti við óbreytt ástand Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2013 19:13 Íbúi í Garðahrauni er afar ósáttur við frestun á lagningu nýs Álftanesvegar og segir gamla veginn bjóða hættunni heim. Börn í hverfinu geti ekki leikið sér úti, við óbreytt ástand. Stefnt var að því að hefja framkvæmdir við lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun í lok maí, en eins og fréttastofan greindi frá í gær hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, frestað undirritun samnings við verktaka og beðið um að forsendur vegarins verði yfirfarnar að nýju. Harðorð mótmæli hafa borist frá náttúruverndarsinnum sem telja að endurbyggja eigi veginn í núverandi vegstæði til að hlífa hrauninu. Snorri Finnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir óánægju ríkja með ítrekaða frestun á verkinu. Framkvæmdir við nýja veginn þurfi að hefjast sem fyrst. „Afstaða bæjarstjórnar sveitarfélagsins Álftaness var alveg klár. Við setjum öryggi vegfarenda og íbúa Álftaness ofar öllu í þessu máli.“ Valgerður Sigurðardóttir býr í Garðahrauni og liggur Álftanesvegurinn um bakgarð hennar. Hún er afar ósátt við ákvörðun ráðherra. „Hún veldur mér mjög miklum vonbrigðum, vegna þess að mér finnst ekki að ráðherra eigi að geta núna á síðustu dögum fyrir kosningar, tekið ákvörðun um að fresta slíkri framkvæmd eins og færsla Álftanesvegar er vegna þess að það býður hættunni heim,“ segir Valgerður og bætir við að vegurinn sé þröngur, umferð um hann mikil sem og hraði og að einnig þveri margir afleggjarar veginn. Bygging húss hennar hófst árið 2008 og segir Valgerður að þá hafi skipulag gert ráð fyrir að núverandi Álftanesvegur yrði að hverfisgötu. Nú sé hann hins vegar hraðbraut inni í miðju íbúðahverfi. „Þar af leiðandi held ég að ráðherra geri sér ekki alveg grein fyrir því þegar hann tekur ákvörðun um frestun sem þessa, í raun og veru hvað hann er að bjóða íbúum hér og börnum og barnabörnum þeirra sem búa hérna, upp á mikla áframhaldandi hættu,“ segir Valgerður. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Íbúi í Garðahrauni er afar ósáttur við frestun á lagningu nýs Álftanesvegar og segir gamla veginn bjóða hættunni heim. Börn í hverfinu geti ekki leikið sér úti, við óbreytt ástand. Stefnt var að því að hefja framkvæmdir við lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun í lok maí, en eins og fréttastofan greindi frá í gær hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, frestað undirritun samnings við verktaka og beðið um að forsendur vegarins verði yfirfarnar að nýju. Harðorð mótmæli hafa borist frá náttúruverndarsinnum sem telja að endurbyggja eigi veginn í núverandi vegstæði til að hlífa hrauninu. Snorri Finnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir óánægju ríkja með ítrekaða frestun á verkinu. Framkvæmdir við nýja veginn þurfi að hefjast sem fyrst. „Afstaða bæjarstjórnar sveitarfélagsins Álftaness var alveg klár. Við setjum öryggi vegfarenda og íbúa Álftaness ofar öllu í þessu máli.“ Valgerður Sigurðardóttir býr í Garðahrauni og liggur Álftanesvegurinn um bakgarð hennar. Hún er afar ósátt við ákvörðun ráðherra. „Hún veldur mér mjög miklum vonbrigðum, vegna þess að mér finnst ekki að ráðherra eigi að geta núna á síðustu dögum fyrir kosningar, tekið ákvörðun um að fresta slíkri framkvæmd eins og færsla Álftanesvegar er vegna þess að það býður hættunni heim,“ segir Valgerður og bætir við að vegurinn sé þröngur, umferð um hann mikil sem og hraði og að einnig þveri margir afleggjarar veginn. Bygging húss hennar hófst árið 2008 og segir Valgerður að þá hafi skipulag gert ráð fyrir að núverandi Álftanesvegur yrði að hverfisgötu. Nú sé hann hins vegar hraðbraut inni í miðju íbúðahverfi. „Þar af leiðandi held ég að ráðherra geri sér ekki alveg grein fyrir því þegar hann tekur ákvörðun um frestun sem þessa, í raun og veru hvað hann er að bjóða íbúum hér og börnum og barnabörnum þeirra sem búa hérna, upp á mikla áframhaldandi hættu,“ segir Valgerður.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira