Hjúkra grútarblautri súlu "heima í stofu“ Svavar Hávarðsson skrifar 22. apríl 2013 07:00 Mjög tímafrekt er að koma grútarblautum fugli til heilsu og því fer frítími fjölskyldunnar í það verk. mynd/menja „Það skal viðurkennast að þetta er óvenjulegur gestur. Þetta er hins vegar ekki einsdæmi í sjálfu sér. Frá því að við Róbert tókum við rekstri Náttúrustofunnar fyrir um 12 árum höfum við tekið á móti fjölda fugla sem hafa þarfnast aðhlynningar. Við útskrifuðum grútarblauta langvíu um miðjan mars,“ segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri Náttúrustofu Vesturlands (NSV), sem hefur undanfarna daga haft fullvaxna súlu, sem er einn stærsti sjófugl Íslands, inni á heimilinu til hjúkrunar. Náttúrustofa Vesturlands tók að sér það hlutverk að vakta fuglalífið í Kolgrafafirði eftir síldardauðann mikla. Vegna gríðarlegs magns af grút höfðu menn áhyggjur af því að fjöldi fugla myndi lenda í grútinn. Það hefur ræst, en þó í mun minna mæli en óttast var í byrjun. Þar spila hreinsunaraðgerðir lykilhlutverk. Róbert Arnar Stefánsson, sem er eiginmaður Menju og forstöðumaður NSV, segir að 12. apríl hafi súlan fundist nær dauða en lífi í Kolgrafafirði. „Við vorum kölluð til en það fyrsta sem vakti athygli okkar var að hún var grálúsug – hreinlega iðaði af smáum fuglanaglúsum, sérstaklega á haus og hálsi. Þá fannst okkur ekki réttlætanlegt að taka súluna lúsuga inn á heimilið, því þar erum við hjónin með þrjú börn, fyrir utan hunda, ketti, fugla og nagdýr, sem hefðu getað orðið fyrir óþægindum,“ segir Róbert. Því þurfti að finna ráð til að aflúsa súluna og komu þá leiðbeiningar um aflúsun páfagauka í góðar þarfir. Fyrst var súlan ryksuguð gætilega, og þannig náðist hluti lúsanna. „Síðan var súlan meðhöndluð með lúsasjampói fyrir menn, sem gekk framar vonum. Við höfum ekki séð lifandi lús á súlunni eftir þetta og vitum við ekki til þess að neinn fjölskyldumeðlimur hafi verið bitinn.“ Fjölskyldan geymir jafnan fugla sem hún hefur til aðhlynningar í hundabúri af stærstu gerð, en súlan er svo stór að það fer ekki vel um hana þar lengi í einu. „Hún fer reglulega í buslböð í baðkari fjölskyldunnar og höfum við stundum leyft henni að spranga um húsið eftir bað til að liðka sig. Að sjálfsögðu undir eftirliti og með varkárni,“ segir Róbert og bætir við að börnin á heimilinu hafi gaman af öllu þessu umstangi, enda ýmsu vön. „Súlan er orðin hrein af grút og ætti hún að vera tilbúin til að halda sína leið innan skamms.“ Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Það skal viðurkennast að þetta er óvenjulegur gestur. Þetta er hins vegar ekki einsdæmi í sjálfu sér. Frá því að við Róbert tókum við rekstri Náttúrustofunnar fyrir um 12 árum höfum við tekið á móti fjölda fugla sem hafa þarfnast aðhlynningar. Við útskrifuðum grútarblauta langvíu um miðjan mars,“ segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri Náttúrustofu Vesturlands (NSV), sem hefur undanfarna daga haft fullvaxna súlu, sem er einn stærsti sjófugl Íslands, inni á heimilinu til hjúkrunar. Náttúrustofa Vesturlands tók að sér það hlutverk að vakta fuglalífið í Kolgrafafirði eftir síldardauðann mikla. Vegna gríðarlegs magns af grút höfðu menn áhyggjur af því að fjöldi fugla myndi lenda í grútinn. Það hefur ræst, en þó í mun minna mæli en óttast var í byrjun. Þar spila hreinsunaraðgerðir lykilhlutverk. Róbert Arnar Stefánsson, sem er eiginmaður Menju og forstöðumaður NSV, segir að 12. apríl hafi súlan fundist nær dauða en lífi í Kolgrafafirði. „Við vorum kölluð til en það fyrsta sem vakti athygli okkar var að hún var grálúsug – hreinlega iðaði af smáum fuglanaglúsum, sérstaklega á haus og hálsi. Þá fannst okkur ekki réttlætanlegt að taka súluna lúsuga inn á heimilið, því þar erum við hjónin með þrjú börn, fyrir utan hunda, ketti, fugla og nagdýr, sem hefðu getað orðið fyrir óþægindum,“ segir Róbert. Því þurfti að finna ráð til að aflúsa súluna og komu þá leiðbeiningar um aflúsun páfagauka í góðar þarfir. Fyrst var súlan ryksuguð gætilega, og þannig náðist hluti lúsanna. „Síðan var súlan meðhöndluð með lúsasjampói fyrir menn, sem gekk framar vonum. Við höfum ekki séð lifandi lús á súlunni eftir þetta og vitum við ekki til þess að neinn fjölskyldumeðlimur hafi verið bitinn.“ Fjölskyldan geymir jafnan fugla sem hún hefur til aðhlynningar í hundabúri af stærstu gerð, en súlan er svo stór að það fer ekki vel um hana þar lengi í einu. „Hún fer reglulega í buslböð í baðkari fjölskyldunnar og höfum við stundum leyft henni að spranga um húsið eftir bað til að liðka sig. Að sjálfsögðu undir eftirliti og með varkárni,“ segir Róbert og bætir við að börnin á heimilinu hafi gaman af öllu þessu umstangi, enda ýmsu vön. „Súlan er orðin hrein af grút og ætti hún að vera tilbúin til að halda sína leið innan skamms.“
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira