Kransæðasjúkdómar valda flestum ótímabærum dauðsföllum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 22. apríl 2013 18:50 Kransæðasjúkdómar valda flestum ótímabærum dauðsföllum hér á landi en það hefur þó dregið úr þeim á síðustu tuttugu árum. Lífsstílssjúkdómar eins og ofþyngd valda aftur á móti flestum sjúkdómum. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin um sjúkdómabyrði í heiminum kemur fram að tæp 8% sjúkdómsbyrði landsmanna er vegna kransæðasjúkdóma og um 3% vegna heilablóðfalla. Þessir tveir sjúkdómar valda rúmlega 22% allra ótímabærra dauðsfalla borið saman við tæp 30% á árinu 1990. Geir Gunnlaugsson Landlæknir segir að þennan samdrátt megi þakka margvíslegum árangri meðal annars vakningu í samfélaginu um einkenni þeirra. „Við erum að tala um læknisfræðilega þekkingu sem hefur aukist á þessum tíma, það er betri meðferð einstaklinga sem eru með kransæðasjúkdóma og fá áfall, þeir fá betri meðferð, betri lyf og þessháttar. Við erum held ég líka komin á þann stað að við erum farin að skilja betur mikilvægi þess hvernig við hreyfum okkur, hvernig við borðum og ýmsir aðrir áhrifaþættir á heilsu,“ útskýrir Geir. Þegar tíu algengustu ástæðurnar fyrir ótímabærum dauðsföllum á Íslandi eru skoðaðar fyrir árið 2010 má sjá að kransæðasjúkdómar draga flesta til dauða, þá kemur lungnakrabbamein, heilablóðfall, sjálfsmorð, Alzheimer, þá kemur ristilkrabbamein, langvinnur lungnasjúkdómur, brjóstakrabbamein, krabbmein í blöðruhálskirtli og lungnabólga. Þegar árið 1990 er skoðað til samanburðar eru flestir sömu sjúkdómarnir á topp tíu fyrir utan að bílslys, fæðingargallar og magakrabbamein drógu fleiri til dauða þá en tuttugu árum síðar. „Mér finnst sérstaklega athyglisvert hvað alzheimer hefur farið vaxandi og stingur upp sem mikilvægt og hratt vaxandi vandamál í íslensku samfélagi,“ segir Geir. Þegar þróun Alzheimers sjúkdómsins er skoðuð sést að hann er sá sjúkdómur sem hefur vaxið hvað hraðast á síðustu tuttugu árum. En hann hefur aukist um 200% sem hlutfall af almennri sjúkdómsbyrði landsmanna frá 1990 til 2010. Í skýrslunni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kemur fram að helstu áhættuþættir fyrir þá sjúkdóma sem valda mestri sjúkdómsbyrði á Íslandi núna eru tengdir næringu, ofþyngd, tóbaksreykingum og háum blóðþrýstingi meðan hlutfall smitsjúkdóma dregst verulega saman. „Í grundvallaratriðum sjáum við mjög mikla lækkun á smitsjúkdómum m.a. vegna bólusetninga,“ segir Geir að lokum. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Kransæðasjúkdómar valda flestum ótímabærum dauðsföllum hér á landi en það hefur þó dregið úr þeim á síðustu tuttugu árum. Lífsstílssjúkdómar eins og ofþyngd valda aftur á móti flestum sjúkdómum. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin um sjúkdómabyrði í heiminum kemur fram að tæp 8% sjúkdómsbyrði landsmanna er vegna kransæðasjúkdóma og um 3% vegna heilablóðfalla. Þessir tveir sjúkdómar valda rúmlega 22% allra ótímabærra dauðsfalla borið saman við tæp 30% á árinu 1990. Geir Gunnlaugsson Landlæknir segir að þennan samdrátt megi þakka margvíslegum árangri meðal annars vakningu í samfélaginu um einkenni þeirra. „Við erum að tala um læknisfræðilega þekkingu sem hefur aukist á þessum tíma, það er betri meðferð einstaklinga sem eru með kransæðasjúkdóma og fá áfall, þeir fá betri meðferð, betri lyf og þessháttar. Við erum held ég líka komin á þann stað að við erum farin að skilja betur mikilvægi þess hvernig við hreyfum okkur, hvernig við borðum og ýmsir aðrir áhrifaþættir á heilsu,“ útskýrir Geir. Þegar tíu algengustu ástæðurnar fyrir ótímabærum dauðsföllum á Íslandi eru skoðaðar fyrir árið 2010 má sjá að kransæðasjúkdómar draga flesta til dauða, þá kemur lungnakrabbamein, heilablóðfall, sjálfsmorð, Alzheimer, þá kemur ristilkrabbamein, langvinnur lungnasjúkdómur, brjóstakrabbamein, krabbmein í blöðruhálskirtli og lungnabólga. Þegar árið 1990 er skoðað til samanburðar eru flestir sömu sjúkdómarnir á topp tíu fyrir utan að bílslys, fæðingargallar og magakrabbamein drógu fleiri til dauða þá en tuttugu árum síðar. „Mér finnst sérstaklega athyglisvert hvað alzheimer hefur farið vaxandi og stingur upp sem mikilvægt og hratt vaxandi vandamál í íslensku samfélagi,“ segir Geir. Þegar þróun Alzheimers sjúkdómsins er skoðuð sést að hann er sá sjúkdómur sem hefur vaxið hvað hraðast á síðustu tuttugu árum. En hann hefur aukist um 200% sem hlutfall af almennri sjúkdómsbyrði landsmanna frá 1990 til 2010. Í skýrslunni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kemur fram að helstu áhættuþættir fyrir þá sjúkdóma sem valda mestri sjúkdómsbyrði á Íslandi núna eru tengdir næringu, ofþyngd, tóbaksreykingum og háum blóðþrýstingi meðan hlutfall smitsjúkdóma dregst verulega saman. „Í grundvallaratriðum sjáum við mjög mikla lækkun á smitsjúkdómum m.a. vegna bólusetninga,“ segir Geir að lokum.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira