Bæjarstjóri Garðabæjar óttast ekki að fara aftur yfir málefni Álftanesvegar Hrund Þórsdóttir skrifar 22. apríl 2013 18:33 Bæjarstjóri Garðabæjar óttast ekki að fara aftur yfir málefni Álftanesvegar en vegamálastjóri segir að gott hefði verið að fá niðurstöðu í málið fyrr. Innanríkisráðherra hefur beðið þá að fara aftur yfir forsendur fyrir lagningu nýs vegarkafla í Gálgahrauni en framkvæmdunum, sem áttu að hefjast nú í maí, hefur verið mótmælt harðlega. Alþingi samþykkti lagningu nýs Álftanesvegar og verkið var boðið út. Komið var að því að undirrita samning við verktaka vegna framkvæmdanna sem hefjast áttu í lok maí. Veginum hefur verið mótmælt harðlega og því haldið fram að nægilegt væri að endurbyggja veginn í núverandi vegstæði til að vernda Gálgahraunið og nú hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óskað þess að farið verði aftur yfir málið og kannað hvort unnt verði að framkvæma samgöngubætur á Álftanesi í sátt við náttúruverndarsinna. Þess má geta að kraginn er kjördæmi innanríkisráðherra. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að farið hafi verið margoft yfir málið undanfarin ár. „En það er ekkert sem við óttumst, að fara yfir málið enn og aftur, við gerum það bara með glöðu geði,“ segir Gunnar. „Það hefur alltaf vakað fyrir okkur í Garðabænum að reyna að finna ásættanlega lausn og þess vegna var þetta nú teiknað hér í þessa línu en ekki farið lengra út í hraunið. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir fullt tilefni til að fara aftur yfir málið til að leiðrétta ýmsan misskilning og skoða hvort hægt sé að mæta gagnrýni sem komið hafi fram. „Það hefði verið betra vissulega að hafa þetta í höfn fyrr en þetta mál er búið að vera í vinnslu í tíu ár svo þetta er ekki í fyrsta sinn sem það tefst,“ segir Hreinn. Spurður um hvort vinnubrögðin séu í lagi segir hann að aðeins sé verið að fylgja lögum. „Þetta var kært á tveimur stigum og það þarf náttúrulega að fylgja þeim kærum og það tekur sinn tíma. Það er ekki stofnunin, Vegagerðin, sem stjórnar hraðanum í því.“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Bæjarstjóri Garðabæjar óttast ekki að fara aftur yfir málefni Álftanesvegar en vegamálastjóri segir að gott hefði verið að fá niðurstöðu í málið fyrr. Innanríkisráðherra hefur beðið þá að fara aftur yfir forsendur fyrir lagningu nýs vegarkafla í Gálgahrauni en framkvæmdunum, sem áttu að hefjast nú í maí, hefur verið mótmælt harðlega. Alþingi samþykkti lagningu nýs Álftanesvegar og verkið var boðið út. Komið var að því að undirrita samning við verktaka vegna framkvæmdanna sem hefjast áttu í lok maí. Veginum hefur verið mótmælt harðlega og því haldið fram að nægilegt væri að endurbyggja veginn í núverandi vegstæði til að vernda Gálgahraunið og nú hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óskað þess að farið verði aftur yfir málið og kannað hvort unnt verði að framkvæma samgöngubætur á Álftanesi í sátt við náttúruverndarsinna. Þess má geta að kraginn er kjördæmi innanríkisráðherra. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að farið hafi verið margoft yfir málið undanfarin ár. „En það er ekkert sem við óttumst, að fara yfir málið enn og aftur, við gerum það bara með glöðu geði,“ segir Gunnar. „Það hefur alltaf vakað fyrir okkur í Garðabænum að reyna að finna ásættanlega lausn og þess vegna var þetta nú teiknað hér í þessa línu en ekki farið lengra út í hraunið. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir fullt tilefni til að fara aftur yfir málið til að leiðrétta ýmsan misskilning og skoða hvort hægt sé að mæta gagnrýni sem komið hafi fram. „Það hefði verið betra vissulega að hafa þetta í höfn fyrr en þetta mál er búið að vera í vinnslu í tíu ár svo þetta er ekki í fyrsta sinn sem það tefst,“ segir Hreinn. Spurður um hvort vinnubrögðin séu í lagi segir hann að aðeins sé verið að fylgja lögum. „Þetta var kært á tveimur stigum og það þarf náttúrulega að fylgja þeim kærum og það tekur sinn tíma. Það er ekki stofnunin, Vegagerðin, sem stjórnar hraðanum í því.“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira