Ísland og erlendir kröfuhafar Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. apríl 2013 07:00 Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna. Útgreiðsla þessara eigna til kröfuhafa eftir því sem þær breytast í reiðufé í erlendri mynt hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á gjaldeyrisjöfnuð landsins enda lendir það utan okkar hagkerfis. Engu að síður þurfa erlendu kröfuhafarnir undanþágur frá fjármagnshöftunum. Þær er erfitt að veita fyrr en séð er fyrir endann á lausn málsins í heild og þá einkum hvernig eignarhlutur búanna í krónum verður meðhöndlaður. Þessi eignarhluti búanna í krónum samanstendur af ríflega tvisvar sinnum 200 milljörðum. Annars vegar er um að ræða eignarhlut þeirra í Íslandsbanka og Arion og hins vegar ýmsum öðrum krónueignum. Gamla snjóhengjan upp á um 400 milljarða er svo þar fyrir utan. Þannig að í heild er umfang málsins um 2.200-2.400 milljarðar króna.Samningar eða skattlagning? Hvað er nú til ráða í þessari stöðu? Augljósasti kosturinn er að láta reyna á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá einhvers konar samninga. Ómögulegt er að slá mati á niðurstöðu slíkra viðskipta eða samninga fyrirfram. Það er þó ljóst að eignarhlutir í evrópskum bönkum, hvað þá íslenskum, seljast langt undir bókfærðu nafnverði í dag. Kröfuhafar þyrftu því að sitja lengi fastir inni í íslensku hagkerfi ef þeir sættu sig ekki við verulegan afslátt. Með hinar hreinu krónueignir búanna hefði væntanlega hvort eð er alltaf farið eins og með krónur í snjóhengjunni, þ.e. að þeim yrði seint skipt á fullu álandsgengi. Annar kostur í stöðunni væri að beita útgönguskatti sem er vel þekktur þegar fjármagns- eða gjaldeyrishöft eru afnumin og hefur verið hluti af áætlun stjórnvalda um afnám hafta.Lögin frá mars 2012 lykillinn Það er því fátt nýtt í umræðunni um að gera megi ráð fyrir verulegri verðfellingu þessara krónueigna í eigu útlendinga eins og annarra krónueigna þeirra, að baki fjármagnshöftum, þegar að því kemur að skipta þeim í gjaldeyri. Vissulega kunna óþolinmóðir erlendir kröfuhafar að sætta sig við afslátt á eignum sínum gegn því að koma fjármunum sínum úr landi. En hvernig varð sú staða til? Jú, sú staða hefur orðið til vegna þess að Seðlabanki, ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafa á þessu kjörtímabili gert allt rétt til að tryggja hagsmuni landsins í þessu sambandi. Munar þar mest um samþykkt frumvarps meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem undirbúið var af Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undir forustu undirritaðs í marsmánuði 2012. Þar voru eignir búanna færðar bak við fjármagnshöftin. Ef ég man rétt greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn því frumvarpi og viðstaddir Framsóknarmenn sátu hjá. Já, Framsókn sat hjá í þessu mikilvæga máli en þykist nú hafa fundið málið upp og eiga einkarétt á því að útdeila á grundvelli þess mögulegum óorðnum ávinningi.Stórvarasöm loforð Aðalatriðið er að vandað sé til þessarar vinnu og að gullgrafaraæði grípi ekki um sig þannig að við fórnum sterkri samningsstöðu sem við höfum byggt upp með hárréttum aðgerðum. Kosningaloforð sem ganga út á að ákveða fyrirfram niðurstöðu sem eigi að skila svo og svo miklum ávinningi og setja á okkur tímapressu til að hægt verði að efna loforðin eru stórvarasöm, óábyrg og ekkert annað en ódýrt lýðskrum. Fari eitthvað úrskeiðis í aðgerðum til að vinda ofan af fjármagnshöftunum gæti hagkerfið orðið fyrir miklu höggi. Krónan myndi veikjast sem þýddi verðbólguskot með tilheyrandi afleiðingum fyrir fyrirtæki og heimili. Því er mikilvægt að stíga engin skref fyrr en vissa er fyrir því að heildarlausn á vandanum sé fundin. Þetta er hægt með samstilltu átaki og þolinmæði að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna. Útgreiðsla þessara eigna til kröfuhafa eftir því sem þær breytast í reiðufé í erlendri mynt hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á gjaldeyrisjöfnuð landsins enda lendir það utan okkar hagkerfis. Engu að síður þurfa erlendu kröfuhafarnir undanþágur frá fjármagnshöftunum. Þær er erfitt að veita fyrr en séð er fyrir endann á lausn málsins í heild og þá einkum hvernig eignarhlutur búanna í krónum verður meðhöndlaður. Þessi eignarhluti búanna í krónum samanstendur af ríflega tvisvar sinnum 200 milljörðum. Annars vegar er um að ræða eignarhlut þeirra í Íslandsbanka og Arion og hins vegar ýmsum öðrum krónueignum. Gamla snjóhengjan upp á um 400 milljarða er svo þar fyrir utan. Þannig að í heild er umfang málsins um 2.200-2.400 milljarðar króna.Samningar eða skattlagning? Hvað er nú til ráða í þessari stöðu? Augljósasti kosturinn er að láta reyna á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá einhvers konar samninga. Ómögulegt er að slá mati á niðurstöðu slíkra viðskipta eða samninga fyrirfram. Það er þó ljóst að eignarhlutir í evrópskum bönkum, hvað þá íslenskum, seljast langt undir bókfærðu nafnverði í dag. Kröfuhafar þyrftu því að sitja lengi fastir inni í íslensku hagkerfi ef þeir sættu sig ekki við verulegan afslátt. Með hinar hreinu krónueignir búanna hefði væntanlega hvort eð er alltaf farið eins og með krónur í snjóhengjunni, þ.e. að þeim yrði seint skipt á fullu álandsgengi. Annar kostur í stöðunni væri að beita útgönguskatti sem er vel þekktur þegar fjármagns- eða gjaldeyrishöft eru afnumin og hefur verið hluti af áætlun stjórnvalda um afnám hafta.Lögin frá mars 2012 lykillinn Það er því fátt nýtt í umræðunni um að gera megi ráð fyrir verulegri verðfellingu þessara krónueigna í eigu útlendinga eins og annarra krónueigna þeirra, að baki fjármagnshöftum, þegar að því kemur að skipta þeim í gjaldeyri. Vissulega kunna óþolinmóðir erlendir kröfuhafar að sætta sig við afslátt á eignum sínum gegn því að koma fjármunum sínum úr landi. En hvernig varð sú staða til? Jú, sú staða hefur orðið til vegna þess að Seðlabanki, ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafa á þessu kjörtímabili gert allt rétt til að tryggja hagsmuni landsins í þessu sambandi. Munar þar mest um samþykkt frumvarps meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem undirbúið var af Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undir forustu undirritaðs í marsmánuði 2012. Þar voru eignir búanna færðar bak við fjármagnshöftin. Ef ég man rétt greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn því frumvarpi og viðstaddir Framsóknarmenn sátu hjá. Já, Framsókn sat hjá í þessu mikilvæga máli en þykist nú hafa fundið málið upp og eiga einkarétt á því að útdeila á grundvelli þess mögulegum óorðnum ávinningi.Stórvarasöm loforð Aðalatriðið er að vandað sé til þessarar vinnu og að gullgrafaraæði grípi ekki um sig þannig að við fórnum sterkri samningsstöðu sem við höfum byggt upp með hárréttum aðgerðum. Kosningaloforð sem ganga út á að ákveða fyrirfram niðurstöðu sem eigi að skila svo og svo miklum ávinningi og setja á okkur tímapressu til að hægt verði að efna loforðin eru stórvarasöm, óábyrg og ekkert annað en ódýrt lýðskrum. Fari eitthvað úrskeiðis í aðgerðum til að vinda ofan af fjármagnshöftunum gæti hagkerfið orðið fyrir miklu höggi. Krónan myndi veikjast sem þýddi verðbólguskot með tilheyrandi afleiðingum fyrir fyrirtæki og heimili. Því er mikilvægt að stíga engin skref fyrr en vissa er fyrir því að heildarlausn á vandanum sé fundin. Þetta er hægt með samstilltu átaki og þolinmæði að vopni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun