Símhleranir sérstaks enn til rannsóknar 13. apríl 2013 07:00 Hreiðar Már Sigurðsson og lögmaður hans, Hörður Felix Harðarson, eru ekki ánægðir með að símtöl þeirra á milli hafi verið að finna á meðal upptekinna símtala sem þeir fengu að hlýða á í húsakynnum saksóknara. Fréttablaðið/GVA Lögreglumál Ríkissaksóknari rannsakar enn hvort rétt sé, og þá hvers vegna, sérstakur saksóknari hafi ekki eytt upptökum af samtölum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, við verjanda sinn. Verjandinn, Hörður Felix Harðarson, kærði málið til ríkissaksóknara 11. mars síðastliðinn. Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verjendur tveggja annarra sakborninga í Al Thani-málinu svokallaða, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, vöktu athygli á kærunni á blaðamannafundi sínum á mánudaginn var og létu fréttamönnum í té afrit af henni. Á fundinum sögðu tvímenningarnir, sem nú hafa sagt sig frá Al Thani-málinu þrátt fyrir synjun dómarans þar um, að ekkert hefði heyrst frá Ríkissaksóknara í kjölfar kærunnar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir hins vegar í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið sé enn til rannsóknar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur ekki viljað tjá sig um málið við Fréttablaðið, og bent á að Al Thani-málið sé enn fyrir dómi og að á því stigi sé ekki rétt að ræða þessi mál í fjölmiðlum. Sagt var frá því í febrúarlok að verjendur óttuðust margir að símtöl þeirra við skjólstæðinga sína væru hleruð. Sá ótti byggði á svari innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi um símhleranir. Ráðherrann leitaði upplýsinga hjá Ríkissaksóknara, sem hefur eftirlit með símhlerunum. Hann sagði að í sakamálalögum væri kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn“. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Lögreglumál Ríkissaksóknari rannsakar enn hvort rétt sé, og þá hvers vegna, sérstakur saksóknari hafi ekki eytt upptökum af samtölum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, við verjanda sinn. Verjandinn, Hörður Felix Harðarson, kærði málið til ríkissaksóknara 11. mars síðastliðinn. Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verjendur tveggja annarra sakborninga í Al Thani-málinu svokallaða, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, vöktu athygli á kærunni á blaðamannafundi sínum á mánudaginn var og létu fréttamönnum í té afrit af henni. Á fundinum sögðu tvímenningarnir, sem nú hafa sagt sig frá Al Thani-málinu þrátt fyrir synjun dómarans þar um, að ekkert hefði heyrst frá Ríkissaksóknara í kjölfar kærunnar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir hins vegar í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið sé enn til rannsóknar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur ekki viljað tjá sig um málið við Fréttablaðið, og bent á að Al Thani-málið sé enn fyrir dómi og að á því stigi sé ekki rétt að ræða þessi mál í fjölmiðlum. Sagt var frá því í febrúarlok að verjendur óttuðust margir að símtöl þeirra við skjólstæðinga sína væru hleruð. Sá ótti byggði á svari innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi um símhleranir. Ráðherrann leitaði upplýsinga hjá Ríkissaksóknara, sem hefur eftirlit með símhlerunum. Hann sagði að í sakamálalögum væri kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn“.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira