Fótbolti

Zlatan er enn að láta Guardiola heyra það

Zlatan labbar fram hjá Guardiola.
Zlatan labbar fram hjá Guardiola.
Zlatan Ibrahimovic hefur gefið fjölmörg viðtöl um samskipti sín við þjálfarann Pep Guardiola og hann er líka búinn að gefa út bók þar sem hann gerir þau mál vel upp. Engu að síður er hann enn að tjá sig um þjálfarann.

Zlatan var í einn vetur undir stjórn Guardiola hjá Barcelona en var látinn fara eftir þann vetur. Hann átti ekki skap með Guardiola.

"Á fyrstu dögum mínum hjá félaginu sagði Guardiola mér að leikmenn Barcelona keyrðu ekki hraðskreiða bíla og að þeir létu fara lítið fyrir sér," sagði Zlatan við The Times.

"Hann vildi að ég hugsaði um mig eins og ég væri venjulegur maður. En ég er Zlatan. Ég vil vera öðruvísi og frumlegur. Guardiola réð ekki við það. Þegar ég mætti í kaffi þá labbaði hann úr. Þegar við mættumst þá horfði hann niður í gólfið. Hann er ekki maður. Það má vera að hann sé besti þjálfari heims en mér er alveg sama.

"Það kom einu sinni fyrir að ég sprakk í búningsklefanum og lét hann heyra það. Þá vildi hann ekki einu sinni tala við mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×