Elduðu hátíðarmat á prímus í niðamyrkri Stígur skrifar 3. janúar 2013 08:00 Snjó hefur kyngt niður á Vestfjörðum um hátíðirnar. Vegagerðin hefur gert sitt besta til að ryðja helstu vegi, eins og þennan í Ísafjarðardjúpinu.Mynd/hafþór Mynd/Hafþór Gunnarsson „Ég er nú gamall maður og einhvern veginn fannst mér ég vera kominn á forna slóð,“ segir Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga í Árneshreppi á Ströndum, spurður hvort nokkur hátíðarbragur hafi verið á gamlárskvöldinu í rafmagnsleysinu sem varði á svæðinu í þrjá og hálfan sólarhring. Gunnsteinn, sem er ýmsu vanur, tekur þó fram að hann sé síður en svo aðdáandi þess að vera án rafmagns í lengri tíma. „Þetta er nærri því náttúrulögmál í þessum stórviðrum,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sé hins vegar búið að bæta línurnar mikið og styrkja þær og því sé langt síðan hann hefur verið án rafmagns um svo langa hríð. „Þetta er með því mesta í 20 til 30 ár,“ segir Gunnsteinn, sem hefur heldur aldrei upplifað það að rafmagnið fari yfir hátíðarnar. „Þetta var í fyrsta skipti sem maður hefur ekki hátíðarmatinn sinn í lagi.“ Gunnsteinn og kona hans, Margrét Jónsdóttir, eyddu áramótunum tvö ein, ornuðu sér við gasprímus og tókst þrátt fyrir allt að elda sér prýðilegasta mat um áramótin. „Það tókst nú til, konan var lagin og við höfðum þarna einhvern kjúklingarétt og brúnaðar kartöflur. Það var bara nokkuð gott.“ Hjónin eru ekki með olíuknúna ljósavél eins og margir aðrir í sveitinni og gátu illa lýst sér eða hitað húsið. „Hitinn í stofunni var kominn niður í sjö gráður,“ segir Gunnsteinn. Þau hafi því haldið til í minnsta herbergi hússins til að ofkælast ekki og stytt sér stundir með því að hlusta á útvarp knúið rafhlöðum. Hann segir þau þó hafa sofið vel, kappklædd. „En auðvitað er maður guðslifandi feginn þegar þessu linnir. Það hverfur náttúrulega öll hreinlætisaðstaða nema klósettið og maður rýkur ekkert í bað við þessar aðstæður.“Börnunum var orðið kalt Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri í Finnbogastaðaskóla, var einnig ljósavélarlaus ásamt manni sínum og þremur börnum á bænum Árnesi. „Þeim var orðið kalt – við vorum hætt að sofa heima hjá okkur,“ segir hún um börnin sem yljuðu sér við prímus og gengu um gólf með kerti. Annars hafi krökkunum liðið ágætlega. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist þannig að þau eru orðin nokkuð vön.“ Elísa er uppalin í Árneshreppi og fluttist aftur í sveitina 2009. Fjölskyldan var svo heppin að föðurbróðir Elísu bjó í næsta húsi og gat skotið yfir þau skjólshúsi á gamlárskvöld og á nóttunni. „Við vorum búin að græja hluta af matnum á gamlárskvöld og kláruðum svo að elda þar.“ Og hún lýsir miklu myrkri: „Það verður myrkur hér – alveg svart myrkur. Það er engin lýsing í nánd þannig að það verður alveg rosalega dimmt.“Fögnuðu með flugeldum Bjarnheiður Júlía Fossdal, bóndi á Melum, segir ljósavélarnar hafa bjargað henni og mörgum sveitungum hennar um áramótin. „Við höfum aldrei hætt að nota þær. Rafmagnið kom ekki fyrr en ‘76 eða ‘77 og þá áttu allir ljósamótora. Við vildum ekki láta þá af hendi og þurftum að gera samning við Orkubúið um að mega hafa þá áfram,“ útskýrir hún. Auk þess séu spýtnakatlar í mörgum húsum sem hægt sé að hita þau upp með. „Við vorum orðin ansi langeyg eftir rafmagninu,“ segir hún samt. Á næsta bæ hafi fólk fagnað á viðeigandi hátt að kvöldi nýársdags. „Þau fóru beint út að skjóta, ekki endilega út af nýja árinu heldur út af rafmagninu.“ Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Ég er nú gamall maður og einhvern veginn fannst mér ég vera kominn á forna slóð,“ segir Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga í Árneshreppi á Ströndum, spurður hvort nokkur hátíðarbragur hafi verið á gamlárskvöldinu í rafmagnsleysinu sem varði á svæðinu í þrjá og hálfan sólarhring. Gunnsteinn, sem er ýmsu vanur, tekur þó fram að hann sé síður en svo aðdáandi þess að vera án rafmagns í lengri tíma. „Þetta er nærri því náttúrulögmál í þessum stórviðrum,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sé hins vegar búið að bæta línurnar mikið og styrkja þær og því sé langt síðan hann hefur verið án rafmagns um svo langa hríð. „Þetta er með því mesta í 20 til 30 ár,“ segir Gunnsteinn, sem hefur heldur aldrei upplifað það að rafmagnið fari yfir hátíðarnar. „Þetta var í fyrsta skipti sem maður hefur ekki hátíðarmatinn sinn í lagi.“ Gunnsteinn og kona hans, Margrét Jónsdóttir, eyddu áramótunum tvö ein, ornuðu sér við gasprímus og tókst þrátt fyrir allt að elda sér prýðilegasta mat um áramótin. „Það tókst nú til, konan var lagin og við höfðum þarna einhvern kjúklingarétt og brúnaðar kartöflur. Það var bara nokkuð gott.“ Hjónin eru ekki með olíuknúna ljósavél eins og margir aðrir í sveitinni og gátu illa lýst sér eða hitað húsið. „Hitinn í stofunni var kominn niður í sjö gráður,“ segir Gunnsteinn. Þau hafi því haldið til í minnsta herbergi hússins til að ofkælast ekki og stytt sér stundir með því að hlusta á útvarp knúið rafhlöðum. Hann segir þau þó hafa sofið vel, kappklædd. „En auðvitað er maður guðslifandi feginn þegar þessu linnir. Það hverfur náttúrulega öll hreinlætisaðstaða nema klósettið og maður rýkur ekkert í bað við þessar aðstæður.“Börnunum var orðið kalt Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri í Finnbogastaðaskóla, var einnig ljósavélarlaus ásamt manni sínum og þremur börnum á bænum Árnesi. „Þeim var orðið kalt – við vorum hætt að sofa heima hjá okkur,“ segir hún um börnin sem yljuðu sér við prímus og gengu um gólf með kerti. Annars hafi krökkunum liðið ágætlega. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist þannig að þau eru orðin nokkuð vön.“ Elísa er uppalin í Árneshreppi og fluttist aftur í sveitina 2009. Fjölskyldan var svo heppin að föðurbróðir Elísu bjó í næsta húsi og gat skotið yfir þau skjólshúsi á gamlárskvöld og á nóttunni. „Við vorum búin að græja hluta af matnum á gamlárskvöld og kláruðum svo að elda þar.“ Og hún lýsir miklu myrkri: „Það verður myrkur hér – alveg svart myrkur. Það er engin lýsing í nánd þannig að það verður alveg rosalega dimmt.“Fögnuðu með flugeldum Bjarnheiður Júlía Fossdal, bóndi á Melum, segir ljósavélarnar hafa bjargað henni og mörgum sveitungum hennar um áramótin. „Við höfum aldrei hætt að nota þær. Rafmagnið kom ekki fyrr en ‘76 eða ‘77 og þá áttu allir ljósamótora. Við vildum ekki láta þá af hendi og þurftum að gera samning við Orkubúið um að mega hafa þá áfram,“ útskýrir hún. Auk þess séu spýtnakatlar í mörgum húsum sem hægt sé að hita þau upp með. „Við vorum orðin ansi langeyg eftir rafmagninu,“ segir hún samt. Á næsta bæ hafi fólk fagnað á viðeigandi hátt að kvöldi nýársdags. „Þau fóru beint út að skjóta, ekki endilega út af nýja árinu heldur út af rafmagninu.“
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira