Innlent

Fyrstu ferðir Herjólfs falla niður

Jakob Bjarnar skrifar
Herjólfur siglir ekki vegna veðurs.
Herjólfur siglir ekki vegna veðurs.
Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður í dag 16.09.2013 vegna veður, það er ferðin sem til stóð að fara 08:00 frá Vestmannaeyjum og 10:00 frá Landeyjahöfn.

Veðrið er byrjað að ganga niður og á að halda því áfram samkvæmt spá, svo vonamst er til að geta siglt um eða eftir hádegi. Næsta athugun 10:00 og verður send út tilkynning í kjölfarið. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.

Nánari upplýsingar í síma 481-2800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×