Jan Mayen-jarðlögin talin ná undir Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2013 19:07 Olíustofnun Noregs telur að Jan Mayen-jarðlagaflekinn, sem talinn er geyma olíu og gas, sé mun stærri innan lögsögu Íslands en áður var talið og að hluti hans teygi sig inn undir norðausturhluta Íslands, á svæðinu milli Þistilfjarðar og Seyðisfjarðar. Þetta kemur fram í nýju auðlindamati sem stofnunin birti í gær. Kenningar um þetta hafa reyndar áður birst opinberlega, bæði frá íslenskum og norskum jarðfræðingum, en nú hefur það gerst að Olíustofnun Noregs setur þetta fram í nýrri skýrslu um mat á kolvetnisauðlindum. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Jan Mayen-svæðið vekur athygli að stofnunin telur að þau fornu jarðlög, sem gætu varðveitt olíu- og gas, afmörkuð með rauðum lit á korti í skýrslunni, nái yfir mun stærra svæði austur af Íslandi, en til þessa hefur verið talið. „Það er náttúrlega mjög jákvætt að þessi meginlandsflís sé stærri kannski en menn hafa haldið. Það er mjög jákvætt," segir Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar Orkustofnunar. En það sem meira er: Olíustofnun Noregs telur Jan Mayen-hrygginn hugsanlega ná alla leið inn undir norðausturhluta Íslands, og skilgreinir svæðið á korti allt norður frá Þistilfirði og suður fyrir Seyðisfjörð. Í heimsókn Stöðvar 2 til Olíustofnunarinnar í Stafangri fyrir fjórum árum viðruðu sérfræðingar hennar þessa kenningu og hvort kíkja ætti undir sjálft Ísland. Christian Magnus, jarðfræðingur hjá Olíustofnuninni, sagði í viðtali vorið 2009 að bora þyrfti í norðausturhorn Íslands í þeirri von að finna syðsta hluta Jan Mayen-hryggjarins. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um olíu en þetta væri áhugavert. „Þetta gæti verið spennandi en við þyrftum líklega að bora mjög djúpt undir þykk hraun áður en við kæmum að því sem er áhugaverðast," sagði norski olíujarðfræðingurinn. Þegar Þórarinn Sveinn Arnarson, sérfræðingur Orkustofnunar, er spurður hvort olía gæti leynst undir Íslandi bendir hann á að hraunlögin ofan á gætu verið átta kílómetra þykk. „Með svona þykkan hraunlagastafla þá eru kannski líkurnar minni eða litlar. En auðvitað er það eitthvað sem er efni til rannsóknar og væri hægt að gera líkön til að skoða það." Hann telur að borun yrði mjög dýr og áhættusöm og í raun í blindni undir svo þykk hraun. Fremur ætti að byrja á því að taka bergsýni af yfirborði, sem gætu gefið vísbendingar. „Það er náttúrlega eitthvað sem stendur til að gera á Austurlandi." Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Olíustofnun Noregs telur að Jan Mayen-jarðlagaflekinn, sem talinn er geyma olíu og gas, sé mun stærri innan lögsögu Íslands en áður var talið og að hluti hans teygi sig inn undir norðausturhluta Íslands, á svæðinu milli Þistilfjarðar og Seyðisfjarðar. Þetta kemur fram í nýju auðlindamati sem stofnunin birti í gær. Kenningar um þetta hafa reyndar áður birst opinberlega, bæði frá íslenskum og norskum jarðfræðingum, en nú hefur það gerst að Olíustofnun Noregs setur þetta fram í nýrri skýrslu um mat á kolvetnisauðlindum. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Jan Mayen-svæðið vekur athygli að stofnunin telur að þau fornu jarðlög, sem gætu varðveitt olíu- og gas, afmörkuð með rauðum lit á korti í skýrslunni, nái yfir mun stærra svæði austur af Íslandi, en til þessa hefur verið talið. „Það er náttúrlega mjög jákvætt að þessi meginlandsflís sé stærri kannski en menn hafa haldið. Það er mjög jákvætt," segir Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar Orkustofnunar. En það sem meira er: Olíustofnun Noregs telur Jan Mayen-hrygginn hugsanlega ná alla leið inn undir norðausturhluta Íslands, og skilgreinir svæðið á korti allt norður frá Þistilfirði og suður fyrir Seyðisfjörð. Í heimsókn Stöðvar 2 til Olíustofnunarinnar í Stafangri fyrir fjórum árum viðruðu sérfræðingar hennar þessa kenningu og hvort kíkja ætti undir sjálft Ísland. Christian Magnus, jarðfræðingur hjá Olíustofnuninni, sagði í viðtali vorið 2009 að bora þyrfti í norðausturhorn Íslands í þeirri von að finna syðsta hluta Jan Mayen-hryggjarins. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um olíu en þetta væri áhugavert. „Þetta gæti verið spennandi en við þyrftum líklega að bora mjög djúpt undir þykk hraun áður en við kæmum að því sem er áhugaverðast," sagði norski olíujarðfræðingurinn. Þegar Þórarinn Sveinn Arnarson, sérfræðingur Orkustofnunar, er spurður hvort olía gæti leynst undir Íslandi bendir hann á að hraunlögin ofan á gætu verið átta kílómetra þykk. „Með svona þykkan hraunlagastafla þá eru kannski líkurnar minni eða litlar. En auðvitað er það eitthvað sem er efni til rannsóknar og væri hægt að gera líkön til að skoða það." Hann telur að borun yrði mjög dýr og áhættusöm og í raun í blindni undir svo þykk hraun. Fremur ætti að byrja á því að taka bergsýni af yfirborði, sem gætu gefið vísbendingar. „Það er náttúrlega eitthvað sem stendur til að gera á Austurlandi."
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira