Innlent

Byrjað að selja á Þjóðhátíð

Flugfélagið Ernir hefur hafið sölu á flugi til Vestmannaeyja um næstu verslunarmannahelgi. Í fyrra hófst miðasala í maí og er þetta því töluvert fyrr en áður. Í tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin hafi verið tekin sökum mikillar eftirspurnar.

„Má því gera ráð fyrir miklum fjölda gesta sem fer fljúgandi á þessa flottu hátíð þeirra Eyjamanna," segir í tilkynningunni. Nú þegar hafa margar aukaferðir til Eyja verið settar upp hjá Erni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×