Innlent

Róleg þrátt fyrir jarðhræringar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
„Hún er nú skýjum hulin núna, ég er að horfa í áttina að henni," segir Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu.

„Ég fékk viðvörun frá lögreglustjóranum í morgun og er búin að vera að hringja í hótelhaldara hér í sveitarfélaginu," segir Drífa, sem sjálf hefur upplifað mörg gos í Heklu.

„Það þýðir ekkert annað en að vera rólegur ef hún fer að gjósa, og vona þá að vindáttin verði okkur hliðholl."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×