Innlent

Sjö umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Valgarður
Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í flestum tilvika var það vegna hálku. Tvær bifreiðar skullu saman á gatnamótum Vesturgötu og Ægisgötu á ellefta tímanum. Þar urðu minniháttar meiðsli.

Slökkvilið var skömmu eftir hádegi kallað að húsi í Gnoðavogi vegna elds. Bruninn reyndist minniháttar en nokkrar rykskemmdir urðu á húsnæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×