Innlent

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa haldinn í þriðja skipti

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag. Á vefsíðu Samgöngustofu hvetur stofnunin landsmenn til þess að nota þennan dag til að leiða hugann að minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni.

Boðað var til einnar mínútu þagnar klukkan 11:15 í morgun. Minningarathöfn var haldin við Landspítalann í fossvogi í dag. Athöfnin fór fram við bráðamóttöku spítalans en þetta er í þriðja skipti sem dagurinn er haldinn formlega hér á landi.

Frá árinu 1993 hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar þessu málefni.

Sú venja hefur hefur skapast hér á landi að heiðra á þessum degi fulltrúa þeirra starfsstétta sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Hann Birna Kristjánsdóttir mætti og þakkaði þessum starfstéttum fyrir hönd þjóðarinnar.

Nánar verður sagt frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×