Að dæma börn til dauða Hlynur Áskelsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Orð okkar og gerðir lýsa innra manni. Þannig hefur Jón Kalman Stefánsson rithöfundur grein sína í Fréttablaðinu þann 11. desember síðastliðinn. Hann er ósammála Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hvað varðar framlög Íslands til þróunarmála og kemur því skýrt til skila. Innlegg hans í umræðuna um þróunaraðstoð einkennist af mjög hvössum spurningum sem og fullyrðingum. Drepum niður í grein Jóns:Spurning 1: „Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn?“Spurning 2: „Geta þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra til að eignast mannsæmandi líf?“Fullyrðing 1: „Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði.“Fullyrðing 2: „Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það er eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu.“ Hvernig Jón Kalman stillir upp orðum sínum og horfir á heiminn er eitthvað sem hann vegur og metur sjálfur. En þessi nálgun á þróunaraðstoð er svo órafjarri þeirri sem erlendir sérfræðingar, sem láta sig málið varða, halda á lofti. Einn af þeim er George Ayittey en hann er hagfræðiprófessor ættaður frá Ghana og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á stjórnmálum í Afríku. Honum hefur orðið tíðrætt um þróunaraðstoð Afríku til handa þar sem hann líkir álfunni við betlara sem réttir fram götótta skál og þiggur ölmusu. Götin í skálinni eru orsök spillingar sem kostað hafa þessa fátæku heimsálfu milljarða á milljarða ofan í glötuðu fé. George Ayittey spyr: Hvert er forgangsatriðið? Á að laga lekann eða halda áfram að hella í götótta skál? Hann leggur það til að laga lekann. Það sjái hvert grunnskólabarn í hendi sér. Annað sé hrein vitleysa. Það er fróðlegt að kynna sér skoðanir heimamanna á þeirra eigin vandamálum. Þeirra sýn skarast oftar en ekki við utanaðkomandi lausnir. Samtal þeirra og orðfæri er á tíðum svo miklu málefnalegra, faglegra og gáfulegra heldur en sú orðræða sem berst manni til eyrna og augna hér á landi. Getum við ekki vandað okkur meira? Yrði okkur ekki sómi að því? Orð okkar og gerðir lýsa innri manni og því hvernig við horfum á heiminn. Í lokin vil ég benda á upplýsandi heimasíðu fyrir þá sem vilja kynna sér hugmyndir um þróunaraðstoð (http://www.povertycure.org/). Þar leggur málsmetandi fólk sem starfar í eldlínunni lóð sitt á vogarskálarnar til að færa umræðuna um fátækt til betri vegar. Svo er George Ayittey flottur fyrirlesari og mikill hugsuður sem ég mæli með að Jón Kalman Stefánsson og Bjarni Benediktsson gúgli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Orð okkar og gerðir lýsa innra manni. Þannig hefur Jón Kalman Stefánsson rithöfundur grein sína í Fréttablaðinu þann 11. desember síðastliðinn. Hann er ósammála Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hvað varðar framlög Íslands til þróunarmála og kemur því skýrt til skila. Innlegg hans í umræðuna um þróunaraðstoð einkennist af mjög hvössum spurningum sem og fullyrðingum. Drepum niður í grein Jóns:Spurning 1: „Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn?“Spurning 2: „Geta þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra til að eignast mannsæmandi líf?“Fullyrðing 1: „Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði.“Fullyrðing 2: „Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það er eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu.“ Hvernig Jón Kalman stillir upp orðum sínum og horfir á heiminn er eitthvað sem hann vegur og metur sjálfur. En þessi nálgun á þróunaraðstoð er svo órafjarri þeirri sem erlendir sérfræðingar, sem láta sig málið varða, halda á lofti. Einn af þeim er George Ayittey en hann er hagfræðiprófessor ættaður frá Ghana og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á stjórnmálum í Afríku. Honum hefur orðið tíðrætt um þróunaraðstoð Afríku til handa þar sem hann líkir álfunni við betlara sem réttir fram götótta skál og þiggur ölmusu. Götin í skálinni eru orsök spillingar sem kostað hafa þessa fátæku heimsálfu milljarða á milljarða ofan í glötuðu fé. George Ayittey spyr: Hvert er forgangsatriðið? Á að laga lekann eða halda áfram að hella í götótta skál? Hann leggur það til að laga lekann. Það sjái hvert grunnskólabarn í hendi sér. Annað sé hrein vitleysa. Það er fróðlegt að kynna sér skoðanir heimamanna á þeirra eigin vandamálum. Þeirra sýn skarast oftar en ekki við utanaðkomandi lausnir. Samtal þeirra og orðfæri er á tíðum svo miklu málefnalegra, faglegra og gáfulegra heldur en sú orðræða sem berst manni til eyrna og augna hér á landi. Getum við ekki vandað okkur meira? Yrði okkur ekki sómi að því? Orð okkar og gerðir lýsa innri manni og því hvernig við horfum á heiminn. Í lokin vil ég benda á upplýsandi heimasíðu fyrir þá sem vilja kynna sér hugmyndir um þróunaraðstoð (http://www.povertycure.org/). Þar leggur málsmetandi fólk sem starfar í eldlínunni lóð sitt á vogarskálarnar til að færa umræðuna um fátækt til betri vegar. Svo er George Ayittey flottur fyrirlesari og mikill hugsuður sem ég mæli með að Jón Kalman Stefánsson og Bjarni Benediktsson gúgli.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar