Neðansjávarsprengingar skelfilegar fyrir síldina Jakob Bjarnar og Gissur Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2013 11:55 Margir óttast að sprengingar í Kolgrafarfirði geri illt verra. Til stendur að sprengja í Kolgrafafirði til að fæla síld þaðan. Aðgerðin er umdeild og allar sprengingar af þessum toga eru stranglega bannaðar í Noregi. Rifjað hefur verið upp sláandi myndskeið af áhrifum sprenginga sem þessara.Sláandi afleiðingar sprenginga í hafi Júlíus Sigurjónsson sölumaður og sjómaður hefur vakið athygli á sláandi myndskeiði sem Gunnar Oddur Halldórsson félagi hans tók í Grindavíkurhöfn í fyrra. Gunnar Oddur starfar við dýpkanir víðsvegar um landið. „Þeir voru að brjóta einhverja klöpp. Lengst lengst frá sprengingunni er síldin að steindrepast þarna allt í kring. Hún er líka að drepast tveimur dögum seinna þannig að það gerist eitthvað inni í síldinni við sprenginguna,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. Sjá má hið athyglisverða myndband hér neðar en það er fengið af Youtube-vef DV. Júlíus telur reyndar víst að það hangi meira hangi á spýtunni en bara það eitt að fæla síldina út henni til bjargar. Úti fyrir lóna stór nótaskip sem ekki komast undir brú til veiða með nætur sínar; með 80 faðma djúpar nætur sem skrapa botninn á 20 til 40 metrum og drepa allt þar í kring. Þetta er afli sem þeir vilja gjarnan komast í sem meðaflarafla við kvóta sinn og útgerðarmenn vilji síður sjá á eftir slíku í smábátana.Blátt bann við öllu slíku í Noregi Kolgrafafjörður er nú í einskonar herkví síðdegis, þegar tilraun verður gerð til að stugga síldinni út úr firðinum með smásprengingum neðansjávar á útfallinu síðdegis. Veginum umhverfis fjörðinn verður lokað, allar síldveiðar innan og utan brúar eru bannaðar og engin má stoppa á brúnni. Vonir eru bundnar við árangur, en sprengingarnar gætu hinsvegar dregið alla síldina til dauða á einum til tveimur sólarhringum, þótt hún flæmist út úr firðinum, samkvæmt skýrslu, sem háskólinn í Tromsö í Noregi vann fyrir norsku Hafrannsóknastofnunina árið 1989. Í kjölfarið var lagt blátt bann við því að nota sprengjur af hvaða tagi sem er, til að hafa áhrif á hegðun síldarinnar þar í landi. Í skýrslunni kemur fram að ef síldin verður fyrir höggbylgjum af völdum sprenginga, hefst innvortis blæðing, sem dregur hana til dauða, jafnvel víðs fjarri þeim stað þar sem sprengingarnar voru. A heimasíðu Umhverfis- og sjávarútvegsráðuneytisins stóð í gær að djúpsprengjum yrði beitt, líkt og í kafbátahernaði og var mörgum brugðið.Ráðuneytið breytti um kúrs Starfsmenn Landhelgisgæslunnar segja hinsvegar að svonefndar Thunderflash-smásprengjur verði notaðar og breytti ráðuneytið í morgun yfirskrift á umfjöllun sinni um málið í samræmi við það. Embætti ríkislögreglustjóra, sem hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar sendi frá sér tilkynningu seint í gærkvöldi, meðan ráðuneytin boðuðu enn djúpsprengjur, þar sem áréttað er að ákvörðun um sprengingarnar, sé ekki frá embættinu komin, en að þáttur almannavarnadeildar embættisins sé einungis að sjá um að aðgerðir fari vel fram. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Til stendur að sprengja í Kolgrafafirði til að fæla síld þaðan. Aðgerðin er umdeild og allar sprengingar af þessum toga eru stranglega bannaðar í Noregi. Rifjað hefur verið upp sláandi myndskeið af áhrifum sprenginga sem þessara.Sláandi afleiðingar sprenginga í hafi Júlíus Sigurjónsson sölumaður og sjómaður hefur vakið athygli á sláandi myndskeiði sem Gunnar Oddur Halldórsson félagi hans tók í Grindavíkurhöfn í fyrra. Gunnar Oddur starfar við dýpkanir víðsvegar um landið. „Þeir voru að brjóta einhverja klöpp. Lengst lengst frá sprengingunni er síldin að steindrepast þarna allt í kring. Hún er líka að drepast tveimur dögum seinna þannig að það gerist eitthvað inni í síldinni við sprenginguna,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. Sjá má hið athyglisverða myndband hér neðar en það er fengið af Youtube-vef DV. Júlíus telur reyndar víst að það hangi meira hangi á spýtunni en bara það eitt að fæla síldina út henni til bjargar. Úti fyrir lóna stór nótaskip sem ekki komast undir brú til veiða með nætur sínar; með 80 faðma djúpar nætur sem skrapa botninn á 20 til 40 metrum og drepa allt þar í kring. Þetta er afli sem þeir vilja gjarnan komast í sem meðaflarafla við kvóta sinn og útgerðarmenn vilji síður sjá á eftir slíku í smábátana.Blátt bann við öllu slíku í Noregi Kolgrafafjörður er nú í einskonar herkví síðdegis, þegar tilraun verður gerð til að stugga síldinni út úr firðinum með smásprengingum neðansjávar á útfallinu síðdegis. Veginum umhverfis fjörðinn verður lokað, allar síldveiðar innan og utan brúar eru bannaðar og engin má stoppa á brúnni. Vonir eru bundnar við árangur, en sprengingarnar gætu hinsvegar dregið alla síldina til dauða á einum til tveimur sólarhringum, þótt hún flæmist út úr firðinum, samkvæmt skýrslu, sem háskólinn í Tromsö í Noregi vann fyrir norsku Hafrannsóknastofnunina árið 1989. Í kjölfarið var lagt blátt bann við því að nota sprengjur af hvaða tagi sem er, til að hafa áhrif á hegðun síldarinnar þar í landi. Í skýrslunni kemur fram að ef síldin verður fyrir höggbylgjum af völdum sprenginga, hefst innvortis blæðing, sem dregur hana til dauða, jafnvel víðs fjarri þeim stað þar sem sprengingarnar voru. A heimasíðu Umhverfis- og sjávarútvegsráðuneytisins stóð í gær að djúpsprengjum yrði beitt, líkt og í kafbátahernaði og var mörgum brugðið.Ráðuneytið breytti um kúrs Starfsmenn Landhelgisgæslunnar segja hinsvegar að svonefndar Thunderflash-smásprengjur verði notaðar og breytti ráðuneytið í morgun yfirskrift á umfjöllun sinni um málið í samræmi við það. Embætti ríkislögreglustjóra, sem hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar sendi frá sér tilkynningu seint í gærkvöldi, meðan ráðuneytin boðuðu enn djúpsprengjur, þar sem áréttað er að ákvörðun um sprengingarnar, sé ekki frá embættinu komin, en að þáttur almannavarnadeildar embættisins sé einungis að sjá um að aðgerðir fari vel fram.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira