Innlent

Brot úr nýjustu mynd Baltasars komið á netið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stikla úr myndinni 2 Guns hefur verið birt á YouTube. Það er Baltasar Kormákur sem leikstýrir myndinni en stórstjörnurnar Mark Wahlberg og Denzel Washington leika aðalhlutverkin.

Myndin fjallar um fíkniefnalögreglumann og sjóliðsforingja sem hafa fengið það verkefni að rannsaka hvorn annan. Þegar fram líða stundir komast þeir að því að þeir eru leiksoppar mafíunnar og munu þá að sjálfsögðu eiga fótum sínum fjör að launa.

Þú getur séð stikluna með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×