Innlent

Reykjavík iðar af mannlífi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þótt fyrirtæki og stofnanir séu víðast hvar lokaðar á föstudaginn langa og fólk njóti þess að vera í páskafríi er fólk víða á ferli.

Ekki er það skrýtið, enda veður með besta móti. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á stúfana og kannaði mannlífið í Reykjavík eftir hádegið í dag.

Þar sá hann að fjölmargir lögðu leið sína niður að Reykjavíkurtjörn að skoða fuglana og enn fleiri gæddu sér á pylsum.

Margir gáfu öndunum brauð í dag. Mynd/ Pjetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×