Innlent

Leikskólabörn fengu iPad

Freyr Bjarnason skrifar
Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri veitti tölvunum viðtöku.
Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri veitti tölvunum viðtöku. Mynd/Seltjarnarnesbær
Um miðjan desember færði Sigurður H. Engilbertsson, formaður Lionsklúbbs Seltjarnarness, fyrir hönd félaga sinna í klúbbnum, Leikskóla Seltjarnarness þrjár spjaldtölvur frá Apple að gjöf.

Af því tilefni komu börnin saman í sal skólans og elstu börnin sungu nokkur jólalög við undirleik Sesselju Kristjánsdóttur, söngkonu og starfsmanns leikskólans.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Leikskóli Seltjarnarness fær stuðning frá Lionsmönnum því á síðasta ári færðu þeir skólanum einnig tvær spjaldtölvur að gjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×