Innlent

Hörð samkeppni í flugeldasölu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Flugeldasala hófst í dag víða um land. Björgunarsveitarmenn vinna í rúma tvo mánuði á ári hverju í sjálfaboðavinnu við útköll á landi og sjó. „Fyrsti dagur í sölu fer aðallega í það að koma sér fyrir og gera klárt - vera tilbúin að taka á móti fjöldanum þegar hann kemur,“ segir Þorvaldur Friðrik Hallsson, hjá björgunarsveitinni Ársæli sem staðsett er út á Granda.

Búast má við mikilli flugeldasölu næstu daga enda Íslendingar duglegir við að skjóta upp flugeldum um áramótin. Margir nýta tækifærið til að styrka Björgunarsveitir um leið sem eyða talsverðum tíma við sjálfaboðaliðastörf.

„Þetta eru um 300 klukkustundir að meðaltali á ári á hvern einstakling sem fer í að sinna sjálfboðaliðastörfum og útköllum. Þetta eru um átta vinnuvikur á ári,“ segir Þorvaldur. 70 til 80 prósent af tekjum björgunarsveita koma í gegnum flugeldasölu og margir eru á þeirri skoðun að e.t.v. ættu björgunarsveitir einar að sitja um þennan markað. Þorvaldur telur eðlilegt að það sé samkeppni í flugeldasölu.

„Samkeppnin er fyrir hendi og við tökum því eins og hverju öðru. Það eru allir í 'business' og við þurfum að vera það líka.“

Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og þar fékk fréttamaður m.a. að skjóta upp Köku ársins 2013. Nánar í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×