Enski boltinn

Blackpool samþykkir tilboð Cardiff í Ince

Tom Ince.
Tom Ince. vísir/getty
Paul Ince hefur staðfest að Blackpool hafi tekið tilboð í son hans, Tom. Það er þó ekki ljóst hvort Ince fari til Arons Einars Gunnarssonar og félaga.

Hermt er að Blackpool hafi tekið 8 milljón punda tilboði í Ince. Liverpool hefur nú tvo sólarhringa til þess bregðast við stöðunni en um slíkt var samið er Ince fór til Blackpool frá Liverpool fyrir tveim árum síðan.

"Cardiff hefur gríðarlegan áhuga og Blackpool er búið að samþykkja tilboð. Við munum nú skoða næstu skref. Hann elskar lífið hjá Blackpool og honum liggur ekkert á að fara héðan," sagði Paul Ince en hann er einmitt stjóri Blackpool.

"Ég myndi segja að það væru svona helmingslíkur á því að hann fari. Þetta er erfið staða fyrir mig. Auðvitað vil ég sjá son minn í úrvalsdeildinni en ég vil líka hafa hann í mínu liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×