Enski boltinn

James Hurst samdi við Crawley

Stefán Árni Pálsson skrifar
James Hurst  í leik með Val.
James Hurst í leik með Val. Mynd / Anton
Enski knattspyrnumaðurinn James Hurst, fyrrum leikmaður Vals, samdi við enska C-deildarliðið Crawley en samningur hans við félagið er til eins árs.

Hurst hefur verið á mála hjá Val alveg frá byrjun mótsins en yfirgaf liðið eftir 8. umferð. Leikmaðurinn var með hjá ÍBV árið 2010 en þaðan fór hann til WBA.

James Hurst er 21 árs og hefur verið leikmaður yngri landsliða Englendinga en hann hefur samt sem áður aldrei náð að blómstra almennilega.

„Það verður gaman að takast á við nýtt verkefni og vonandi mun mér ganga vel hjá liðinu. Ég stefni að sjálfsögðu á ensku úrvalsdeildina en stundum þarf maður að taka eitt skref til baka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Hurst á heimasíðu Crawley í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×