Lífið

Simon vill skíra barnið Simon

nordicphotos / getty
Tónlistarmógúllinn Simon Cowell á von á sínu fyrsta barni og vill skíra það í höfuðið á sjálfum sér.

„Mitt fyrsta val er Simon því ég kann vel við það nafn,“ segir Simon í viðtali við Terri Seymour aðspurður hvað fyrsta barn hans og Lauren Silverman eigi að heita. Simon er líka hrifinn af nafninu Eric en faðir hans heitinn hét því nafni.

„Barnið mun fæðast í kringum afmælisdag föður míns,“ bætir Simon við. Hann finnur lítið fyrir stressi og býst við að blómstra í foreldrahlutverkinu.

Simon og Lauren eru ástfangin.
„Maður þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur. Ég og bróðir minn vorum aldir upp á mjög afslappaðan hátt. Þá þurfti engar sjálfshjálparbækur eða svoleiðis kjaftæði.“

Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.