Lífið

DMX handtekinn enn á ný

DMX
DMX AFP/NordicPhotos
Rapparinn DMX, sem heitir fullu nafni Earl Simmons, var handtekinn fyrir utan flugvöll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum á mánudaginn.

DMX var tekinn fyrir að keyra án ökuréttinda og á ótryggðum bíl.

Lögreglan á Greenville-Spartanburg flugvellinum þekkir til DMX, en hann er orðinn góðkunningi lögreglunnar.

DMX er fæddur í New York en býr í Suður-Karólínu. Hann er 42 ára gamall. 

Hann eyddi nokkrum klukkutímum í fangelsi áður en hann borgaði tryggingu og var látinn laus.

Rapparinn, sem hefur gefið út plötur á borð við It's Dark and Hell is Hot og Flesh of My Flesh, Blood of My Blood, hefur einnig leikið í kvikmyndunum Romeo Must Die og Cradle 2 The Grave, svo einhverjar séu nefndar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem DMX er handtekinn, en hann var síðast tekinn í ágúst á þessu ári fyrir að hafa undir höndum talsvert magn af marijuana. Hann átti þá að mæta fyrir rétt tveimur dögum síðar fyrir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.

Þá var rapparinn vinsæli einnig handtekinn í júlí, þar sem hann lá undir grun fyrir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis og vímuefna. Þá hafði hann heldur ekki tilskilin réttindi til að aka bifreið.

DMX hefur áður verið handtekinn fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnabrot, fyrir að bera vopn, brjóta skilorð og dýraníð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.